Eh, ég sé nú ekki alveg hvað myndi vinnast með því.
Sjáðu til, Skjálfti er LAN en ekki WAN :)
Þykist vita að einhverjir fyrir \“noðran\” myndu kjósa þetta, en
stór hluti af skjálftamótum er nú það að hitta mótherja og
meðspilara annarsstaðar en á IRC eða á server.
\“Agureyringar\” geta náttlega alltaf haldið mót fyrir norðan ef
áhugi er á því. Nú, ef menn vilja svo endilega vera að spila við
þá sem eru hér fyrir sunnan þá vill svo heppilega til að það eru
uppsettir skjálftaserverar þar sem menn hittast oft og spila :)
Mér vitanlega er enginn merkjanlegur munur á t.d. ISDN pingi
fyrir norðan eða hér sunnan heiða, þannig að menn standa jafnfætis
þar…
Ef dæminu væri snúið við, og Skjálftamót væru haldin fyrir norðan,
þá myndi ég auðvitað mæta þangað til að taka þátt, þó ég myndi
líklega missa úr mót og mót vegna þess að ekki væri eins auðvelt
að komast úr vinnu á mót o.s.frv. Þetta tel ég vera atriði sem
þeir sem hafa kosið sér landfræðilega búsetu utan suðvesturhornsins
verði einfaldlega að lifa með.
Neðstalína (bottom line):
Skjálfti er LAN ekki WAN.
/Flame OFF