akkúrat.
Öll önnur möp enda eða vinnast á skítakampi. Gott teamplay í jungle1 vinnur ALLTAF.
Fólk verður bara að átta sig á því að það eru bara 3 möp sem eru keppnishæf í AQ, Jungle1, Cliff2 og Urban2. Að vísu spilar fólk of lítið Cliff2 eða Urban2 til að það sé hægt að setja þau inn fyrir næsta mót. Ég myndi samt ekki kvarta ef þau væru inni. Ég hef spilað þau nóg í gegnum tíðina, hef bara áhyggjur af þeim óreyndari.
Það er hægt að gera AQ að snilldar spectator sporti, ef fólk færi bara að spila alvöru borð. Ekki sama sorpið aftur og aftur bara vegna þess að það er hægt að hoppa yfir eina götu eða eitthvað álíka. Clön eins og Phd og QNI fá ekki að sýna alvöru styrk sinn í teamplay vegna þess að þeir neyðast alltaf til að fara niður á sama plan og síðri clön sem nota camp sem aðaltaktík.
Ég, persónulega, er orðinn drulluþreyttur á þessu endalausa campi sem einkennir borð eins og Urban, Urban3, Actcity2 og Teamjungle. (ætla ekki einu sinni að minnast á Cliff)
Það er bara svæfandi að horfa á keppnisleiki í þeim borðum. Ég allavega nennti ekki að rölta þessa fimm metra yfir á phd borðin til að sjá hvað væri að gerast á seinasta skjálfta. Ég vissi að annað liðið væri uppi og hinir væru niðri og reyndu að láta ekkert sjást í sig. Ég var heldur ekkert viss um að betra liðið myndi vinna. Slakt lið getur alveg náð góðum árangri á móti sterku liði í Urban3 t.d en ég efast ekki um að sterkara liðið myndi flengja það síðra í Jungle1 eða Urban2.
Málið er bara að ef leikmaður er skotinn í vestið í þessum camp borðum hefur liðið hans nærri sjálfkrafa unnið það round, en í jungle1 getur liðið tekið áhættuna á rushi ef einn þeirra er það óheppinn af fá ótímabært sniper skot í sig. Það er miklu erfiðara að stoppa rush í jungle1 en í teamjungle t.d og það vita allir að rush er ómögulegt í urban og urban3. (Nema liðið sé Genesis Guðir ;), þeir gátu rushað allstaðar. Minnir að undanúrslitaleikurinn á móti QS hafi farið 17-0 í Urban3, leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál) Það er tæknilega séð hægt að rusha í actcity2 en það er álíka auðvelt að stopa rush þar og í teamjungle. Ég myndi frekar vilja spila sludge1 en flest af þessu sorpi sem ég veit að verður á næsta móti. Það hefur bara enginn alvöru metnað til að gera eitthvað úr AQ. Breytum þessari stöðnun, förum að spila TEAMPLAY. Spilum AQ eins og það átti að spila AQ.