Eitt er mjög leiðinlegt við Action Quake. Strafe-jump, meðal annars. Modúllinn er gerður til að vera meira realistic, en það að hoppa 30 metra á milli bygginga flokkast einmitt ekki sem realistic í minni bók.
Allavega, maður fyrirgefur það nú svosem, en þessir gallar eru mjög misjafnlega gagnlegir eftir borðum. Aftur á móti eru margir búnir að læra mjög vel á þau borð sem þeir spila, og því eingöngu spila þau borð sem þeir kunna svona kjaftæði á! Ótrúlegum vinsældum hafa Urban og Urban3 að fagna, vegna þess að menn eru orðnir svo háðir því að spila vel eftir því í hvaða borði þeir eru, að þeir vilja ekki spila neitt annað.
Svo eru önnur borð sem maður strafe-jumpar ekkert í, en verða samt líka hálfþreytt eftir átta skrilljónasta skiptið, svosem ActCity.