Ég er búinn að komast að því hvernig best er að láta vita af þessu pakkatapi sem margir okkar eru að lenda í því símnet hefur ekki minnstu hugmynd um að menn séu að lenda í svona miklu pakkatapi.
Mér var tjáð það af starfsmanni símnets að besta leiðin væri að taka skjáskot þegar þú ert með netgraph uppi og senda það á starfsmann sínmets.
Best væri að senda póstinn á einhvern starfsmann sem tengist skjálfta einhvernveginn. Þ.e.a.s. að hann sé að spila Quake eða eitthvað álíka. Fínt að fá að vita hverja menn geta sent póst á.
Einnig er gott að breyta .tga skjáskotunum í .jpg því þær geta orðið soldið stórar þessar .tga myndir. Mínar eru um 1.3mb. Viljum ekki vera troðfylla pósthólfin þeirra.
Gott væri að setja smá upplýsingar með t.d. ‘Server’ og ‘dagsetningu og tíma’. Benda mönnum líka á það að vera ekki með neitt skítkast í póstinum sínum. Frekar að vera kurteisir, þá er kannski frekar tekið mark á ykkur. Bara láta þá vita að þið séuð að fá mikið pakkatap (þ.e.a.s. ef þið eruð að fá mikið pakkatap).
Núna er bara að menn nenni að taka sér smá tíma í að senda póst á starfsmenn símnet. Þetta er allt undr ykkur komið að láta vita af þessu.