Það var könnun hér á huga, ekki alls fyrir löngu, þar sem spurt var hvort að fólk vildi hafa stærri og færri riðla í AQTP. Það voru mjög margir sem kvörtuðu undan þessu seinast, fólk kemur alls staðar að á landinu, og fær svo kannski bara að keppa 2 leiki. Þetta er jú frekar fúlt, og ég hef heyrt nokkrar raddir um að menn ætli ekki að mæta næst nema þessu verði breytt, að þetta sé einfaldlega of dýrt fyrir svona litla spilun.

Af þeim 96 sem kusu, voru aðeins 11 sem ekki vildu breyta þessu. 54 vildu breyta þessu, en 13 þeirra vildu það einungis ef það yrði ekki á kostnað aqffa. 31 var alveg sama.

Þó svo að könnun hér á huga sé langt frá því að vera heilagur sannleikur, þá er ég nokkuð sannfærður um það að lang flestir vilji fá stærri riðla. Þá fá slakari lið að spila fleiri leiki, milli sterk lið detta ekki strax út af því að þau voru óheppin með riðil og sterku liðin… tja, þau “þurfa” alltaf að spila mikið hvort sem er.

Ég spyr p1mpa: Er ekki hægt að breyta fyrirkomulaginu á þessu, láta þetta byrja á föstudagskvöldi og standa yfir alla helgina, ekki ósvipað og gert er í counter-strike ?

Kveðja,
Vaugh[mAIm]<br><br>“þú ownar ekki belju þó að þú borgir eignarskatt af henni!” - Mud[QNI]