Það sem er að gerast er að fyrir þó nokkru síðan kom nýtt m4 script (heldur m4 jafn stöðugri of mp5) á markaðinn.
Til þess að stoppa það þarf ég að láta serverana fylgjast með enn annarri breytunni (ekki bara cl_pitchspeed).
Það er gert með því að tengja hana inní svokallað userinfo svæði hjá clientnum (serverinn fær að vita umleið og userinfo breytum er breytt og þarf því ekki að vera að spyrja clientinn endalaust um gildi breytunnar).
Gallinn á gjög Njarðar er að userinfo svæðið er af takmarkaðri stærð og þar eru hlutir fastir inni. T.d. nikk, passar, skin og það sem moddið vill hafa. Þegar þið náið ekki að tengjast er það vegna þess að userinfo svæðið hefur overflowað.
Við getum heldur ekkert gert í þessu því þetta er innbyggt í quake2.exe.
Persónulega vil ég vera laus við m4 scriptur frekar en þennann tengingavanda.