Til allra Linux nördanna! (Merlin, JBravo og co.)
Sælir. Haldiði ég sé bara ekki orðinn hálf-nörður. Ég er að skrifa þessi skilaboð í RedHat! Stoltir?
Líkar ágætlega við þetta, svona þegar maður lærir inn á þennan helvítis frumskóg sem þetta er. Á maður að ná í RPM eð tar.gz? Hmm, þarf ég að compile-a þetta? Internet megabyte? Þetta er rosalega flókið fyrir Windoze-pr0ne gaur eins og mig!
Haldiði að ég hafi ekki bara náð í OpenGL drivera fyrir Nvidia kortið mitt og Quake2! Nú á sko aldeilis að blasta! Smá vesen hér, smá vesen þar (library vesen og pre-compile vesen og allskonar orð sem ég skil ekki). Svo á endanum tókst mér að fá QII fyrir Linux - up and running.
Þetta er svona silki-smooth og æðislegt, sé engan mun á þessu og dos útgáfunni, nema hvað að mér finnst skjárinn hegða sér betur í Linux, sætara refresh einhvernveginn (maður reynir að finna allt gott við þetta!).
Vandamálið er voða lítilfenglegt. Ég get ekki komist í console-inn. Ef ég ýti á ° þá gerist það sama og ef ég ýti á [esc]. Músabendillinn er líka í fínu formi þarna á skjánum hjá mér. Vitiði hvernig hægt er að bypassa þetta kallarnir mínir?
Allt slíkt væri vel þ(v)egið. BTW helv. xIð vill ekki í 1024x768!!! :(
Linux-n0rd-wannabe
Drengur Óla