Sælir kveikarar nær og fjær, einsog venja hefur verið undanfarin ár. Þá höfum við kveikararnir spilað mikin AQ yfir jólafríið, einnar mest á aðfangadag. Nú fer auðvitað að líða að þeim tíma og ætlaði ég bara að skella upp gamla góða AQ. En þá sá ég að ný útgafa af leiknum væri komin, eða kanski ekki ný bara einhver uppfærsla á gömlum göllum. Ég auðvitað dreyf mig einsog óður maður að sækja þennan nýja leik. En þegar ég ætlaði svo að installa leiknum, þá opnast bara DOS og lokast strax aftur. Ég sver það augun mín ætluðu að fyllast af tármum, en ég harkaði það þó af mér. Hefur þetta gerst hjá einhverjum? Ef svo er hvernig á maður að laga þetta? :)
Með fyrir fram þökk,
siffeh aka flodEskum ;)
Bætt við 17. desember 2006 - 17:06
Þegar ég opna þennan file kemur: One or more CON pages invalid for given keyboard code. Program too big to fit in memory.