Ég tók þá ákvörðun um daginn að setja upp clanmatch server sem væri á porti 27912 á S5. Sá server væri deticateraður fyrir clanmötch.
Það er alveg á tæru að S5:27910 er til almenns brúks :-)
Ég er ekki búinn að setja upp clanmatch serverinn ennþá því ég er ekki viss um hvernig ég á að útfæra þetta. Ætli það sé nóg að stóla á að AQ spilarar landsins séu nógu miklir heiðursmenn til að nota serverinn skynsamlega án rifrilda eða annara slagsmála ? (semsagt, ekkert passorðavésen) eða vilja menn panta tíma á servernum og stóla þá á mig eða einhvern af pimpunum til að setja inn passorð (og þá taka þau út aftur) á serverana ?
Mér hefur m.a.s. dottið í hug leið til að gera þessa bókun á servernum og þá passorðaumsýsl sjálfvitrkt en það myndi kalla á fullt af vinnu við vefforritun og svo frv.
Hvað segja menn ? Hvernig á svona clanmatch server að vera ?