Ég skil þetta ekki með þessar 4 grenades… Ég kastaði fyrstu niður því ég sá teammate skutla sér þarna niður og þar sem ég er mjög á móti þessu þá ákvað ég að kasta einni niður (þetta var á lani) hún sprakk og ég tók eftir því að hann dó ekki þannig ég kastaði annari og hljóp út… þegar ég var kominn út og búinn að drepa einhver kallaði ég svo á gaurinn sem var í lyftuopinu (sumarstulka) og spurði hvort hann væri dauður, hann hló og sagði nei þannig ég kastaði annari niður… hljóp svo út og var drepinn. speccaði hann svo og sá að hann var ekki enn dauður!!
Þannig að annaðhvort hefur grenadin skoppað svona rosalega uppí loftið eða damage svæðið er ekki meira en það að þú getur sloppið á 6 fermetra svæði. —
-Gulag ég hef nú alveg áttað mig á því að það er hægt að nota hluti til að láta sprengjurnar skoppa af og ég held að þetta hafi nú ekki verið nein rosaleg uppgvötun hjá þér, ég á mjög auðvelt með að kasta sprengju og láta hana lenda þar sem ég vill að hún lendi eða svona sirka þar, málið er að hún gerir of lítið damage á of litlu svæði. —
-Booger í sambandi við hversu oft þú hefur verið drepinn með grenades… þá get ég alveg verið sammála því að það er pirrandi, en það er líka kanski vegna óskipulags, þegar þú hleypur fram kallaru aldrei “Go Go” ef einhver kallar “Team Fall back” þá helduru samt áfram því þú ert bara reyna fragga á skjalfta serverum, maður sér það á spila stílnum hjá þér að þú spilar ekki fyrir liðið (frekar en flest aðrir skjalfta spilarar)
ég hef líka orðið var við þetta hjá þér í CTF þar sem þú virðist annað hvort ekki vera búinn að fatta það eða er alveg sama að fánaberinn í þínu liði “Á” að fá MH og RA nema hann segi að þú getir fengið hann. Ef þú myndir nota radio meira í aq og fólk reyndi að fá hvort annað til að skipuleggja og hætta hugsa bara um fr0ggin þá væri þessi leikur mun skemmtilegri, ekki segja að það verði aldrei þannig því að ef þú reynir þetta ekki þá geturu verið nokkuð viss um að aðrir reyna það ekki heldur. —
-Booger annað í sambandi við þessar grenades sem þú færð í bakið frá teammates, það er mun algengara að þú fáir skot frá teammate heldur en grenade frá teammate og þá er það mjög of head shot eða leg damage sem gerir alveg útaf við mann í rushi, grenade gerir afar lítið damage og er því ólíklegra að hún ráði úrslitum í rushi þó hún hafi óneitanlega mikil áhrif á þau. —
-CLANMATCH, clanm0th byrja og enda oft í miklu campi og þá væri mjög gaman ef einhver í öðru liðinu gæti verið búinn að æfa sig í að kasta grenades inná camp svæði, eins og er þá gerir grenadin ekki nógu mikið damage til þess að þetta hafi áhrif á camp, ekki nema fleiri en einn taki sig til og noti þær. En hver er tilbúinn að fórna lasersight fyrir aðeins fleiri skot og eina sprengju sem drepur engann með viti, og hver er tilbúinn að fórna kevlar sem bjargar flestum frá algengustu sniper skotonum, sem eru cheast damage. —
-Hvar er allt fólkið… afhverju erum við svona fáir sem commentum á þessa hugmynd, kemur enginn hingað, þetta er afdrifarík ákvörðun og varðar alla sem spila á serverum þannig í guðanna bænum segið ykkar álit á þessu. Það kemst enginn að réttri niðurstöðu ef þetta er ekki rökrætt. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að þetta er ekki endilega rétt hjá mér að það þurfi að vera fleiri en ein grenade en þar til einhver hefur sannfært mig um annað er þetta mín skoðun. —
-Meðan ég man, ég er alls ekki sammála tomma um að það þurfi 5 grenades en 2-3 eru málið held ég. Arena serverarnir eru með 2 að mig minnir og ég man ekki eftir að hafa lent í að einhverjir thursar velji sér allir grenades og kasti þeim áður en þeir hlaupa af stað. —
-Hingað til hafa komið afar fá og/eða veik rök fyrir því að það þurfi að vera ein og ekki fleiri en ein grenade. —