Í gær vorum við sem tökum þátt í EuroAQ að skoða möppin sem hinar þjóðirnar hafa valið. Þegar ég sá listann fyrst þá var ég neitt rosalega spenntur fyrir því að spila map á borð við Sludge1, sem ég spilaði einhverntíman fyrir löngu þegar ég var að byrja í AQ og fannst ömurlegt, enn ég í gær komst ég að því að þetta er alveg fínasta map og alveg hægt að hamast í þessu á server, ekki kannski keppni, enn server spilun er alveg möguleiki.
Einnig spiluðum við Soho, Cliff2 og Cloud.
Soho er hrein snilld. Ég spái því að ef að menn fara að spila þetta map að einhverju viti, þá kemur það sterk inn sem map á næsta skjálfta. Það hefur nánast allt, getur notað öll vopn og er passlega stórt og ekkert mál að brjóta upp camp.
Cliff2 er soldið súrt, enn var samt alveg ágætt að spila það. Allavega finnst mér það betra enn Cliff (eflaust einhverjir ósammála). Mjög hratt map og það finnst mér helsti kosturinn við það.
Cloud er c00l map. Ekki stórt, enn er samt mjög skemmtilegt. Er í sonna Urban style map og eru held ég alveg rosalega fáir spawn staðir, þannig að það er nokkuð jafn spawnið, þar sem borðið er nokkuð svipað báðumeginn.
Ég mæli eindregið að við setjum eitthvað af þessum möppum í rotation, þá aðalega Cloud og Soho og væri ekkert verra að losna við Cliff og Lighthouse eða bara eitthvað sem er ekki vinsælt á serverunum.
Core.