Var bara að spá hvort að einhver hafi lent í þessu sama..
þeas að það komi fyrir þegar menn connecta á server (Q3) að þeir fái þessi skilaboð í console rétt fyrir tengingu.
“Unwanted challenge response, ignored”
Þetta lýsir sér þannig að eftir þetta, þá hækkar allt ping hjá mér, um ca 20-30. og margt verður hægvirkara þám irc.
Eitt veit ég þó, að þetta vandamál er tengt linux routernum hjá mér og ég held að þetta hafi eitthvað að gera með eldvegginn á honum. Þetta lagast um leið ég adsl tengingin reconnectast, en getur svo komið aftur næst þegar ég tengist server.
Fann reyndar þessa síðu hér - http://www.drabo-com.de/techhelp/faq.htm
en þetta útskýrir ekki margt, og ég er búinn að prófa að forwarda porti 27960 frá routernum og á q3 vélina
Ef einhver er að lenda í svipuðu og/eða hefur lausnina á þessu veseni má hann endilega svara :)