kemur mér á óvart hversu naive þetta svar þitt er Smegma…
Ef þú heldur það að síminn internet sé að keyra þessa “milljona” servera bara fyrir leiki vegna manngæsku then think again…
Heldur þú virkilega að hagfræðingar og markaðsmenn símans internet hafi ekkert skoðað þessi mál? getur þú ímyndað þér hvað t.d. landssíminn er að fá í tekjur bara af símtölum hjá þeim sem eru að spila leiki? á ársgrundvelli erum við að tala um stórfjárhæðir,, og ekki reyna að koma með þau rök að síminn internet og landssíminn séu allsendis óskyld fyrirtæki,, það er svipað og að segja að olíufélögin hafi aldrei samráð…
Svo segirðu að enginn greiði fyrir aðgang að leikjaþjónum … hvað með leikjaáskrift? hvað er verið að greiða fyrir þar?
ég gæti sosum tengst við t.d. TAL internet, og þannig fengi síminn internet og landssíminn ekkert frá mér,, en það er bara svo lítill hluti spilara sem gerir það að ykkar menn eru ekkert að böggast út í það..
svo talar þú um að erfitt sé að gera öllum til hæfis.. ég geri mér fullkomnlega grein fyrir því,, en málið er bara það að ef mér dettur í hug að gerast svo ósvífinn að gagnrýna eitthvað varðandi rekstur þessara servera verður allt vitlaust… hvernig skyldi standa á því? eins þegar ég hef talað um að svindl séu notuð,, þá ætlar allt um koll að keyra.. allir hlaupa upp til handa og fóta, kalla mig fávita ofl. en enginn vill tala um þessi svindl… I wonder why? allir leiða hjá sér hina eiginlegu umræðu um svindl og leggja allan þunga á að rakka mig niður… verði þeim að góðu…
Svo er annað,, skjálfta serverarnir eru reknir í nafni Símans Internet ekki rétt? hvernig stendur þá á því að þið (Síminn internet) látið utanaðkomandi mann vera að fikta í þeim? launalaust? nú eru margir sem eru að greiða ykkur leikjaáskrift með öllu sem henni fylgir.. meðal annars aðgang að leikkjaþjónum og skjálftamótum, hvernig stendur þá á því að þessi utanaðkomandi aðili getur breytt þjónunum eftir eigin geðþótta hvenær sem er og hvernig sem er? er ekki eðlilegt að greiðendur leikjaáskriftar fái það sem þeir eru að greiða fyrir? þ.e. mann sem er á launum hjá Símanum internet en ekki mann út í bæ sem breytir serverunum eftir eigin geðþótta eða eftir óskum frá örfáum aðilum?
þegar menn taka að sér að vinna í serverum eins og Jbravo er að gera þá verða þeir að gera sér grein fyrir að þeir verða ansi stórt skotmark í þessum leikjaheimi,, og þeir verða að vera þó það miklir diplomatar að þeir geti svarað fyrir sig án þess að vera sífellt með skítkast..
ég hef spilað á hinum og þessum serverum í gegnum árin, bæði hérlendis og erlendis og ég verð að segja að skjálfta serverarnir eru einu servereranir þar sem maður veit aldrei hvað er í gangi fyrirfram.. þ.e. vopn, grensur, gravity, falling damage, items, radios, ofl ofl…því öllum þessum hlutum hefur verið breytt, bæði með tilkynningum og án tilkynninga,,
ég hef spilað AQ2 frá upphafi og ég man vel þegar ég byrjaði að spila á skjálfta, þá voru aðrir menn með völdin og uppbyggilegum hugmyndum og gagnrýni var vel tekið, man t.d. vel þegar ég stakk upp á að setja inn grens og ff, en með breyttum tímum og mönnum hefur þessari gagnrýni minni verið tekið ákaflega illa upp,,
ég man líka þegar ég stakk upp á að hafa FF/Grens á einu skjálftamótinu,, það varð allt vitlaust, margir með og margir á móti, en það var þó umræða um það og menn komu með cons/pros í því máli, án þess að það yrði eitthvað persónulegt skítkast.
ég man líka þegar ég sagði að ratbot væri nothæfur á skjálfta,, allt varð vitlaust, menn sökuðu mig um hitt og þetta og kölluðu mig fífl og að Ratbot væri ekki nothæfur,, en hvað? stuttu seinna var þetta reconnect dæmi sett upp,, I wonder why?
allavega,, ég sé að mín gagnrýni er ekki jafn æskileg og annara, þannig að ég skal alveg hætta að commentera á eitt eða neitt varðandi þessa servera,,,
Gulag over and out…
ps.. ég er ekki að óska eftir neinum svörum við þeim spurningum sem ég sló fram hér að ofan… dont really care…