Má ég spurja ykkur “tölvusnillingana” að einu?
Er pottþétt ekkert álag á ykkar bandvídd þegar þið eruð að spila? Mér finnst harla ólíklegt að þið séuð að spila með 290 í ping nema eitthvað sé að ykkar megin því ég þekki sjálfur marga sem eru með tengingu hjá Heimsnet og eru að spila og þeir kvarta ALDREI undan laggi.
Er leikurinn ykkar kannski bara að lagga? Prufið að fara í Start -> Run og skrifa þar: command (cmd á Win2k/XP) og skrifið þar: ping skjalfti.simnet.is og sjáið hvaða svar þið fáið. Þetta eru reyndar ICMP pakkar en ekki UDP pakkar en þetta sýnir ykkur bara hvort nettengingin ykkar laggi eða ekki.
Eruð þið kannski með Kazaa í gangi í background og fullt af fólki að downloada frá ykkur?
Segið mér nú hvort þið hafið yfir höfuð tjékkað ykkar enda áður en þið farið að skíta út fyrirtækið sem þið eruð að versla við.
Kannski er þetta bara PEBKAC* vandamál.
* PEBKAC = Problem Exists Between Keyboard And Chair.
Flott það sem squarly sagði, menn eiga líka að þakka fyrir sig, ekki bara kvarta. ;)
Ef þið finnið ekkert að á ykkar enda (gæti verið fleira en þessi smáatriði sem ég taldi upp) þá ættuð þið að athuga hvort allt sé í lagi með ADSL tíðnina á línunni ykkar eða símalínuna sjálfa.
Eins og ég segi, aldrei hef ég heyrt neinn (nýlega, eftir að allt kerfið hjá Heimsnet var tekið í gegn) kvarta undan laggi hjá Heimsnet svo ég efast um að það sé Heimsnet þá að kenna ef þið laggið. Frekar skrítið ef einn og einn kúnni laggar en ekki allir, ekki satt?
Kveðja,
Kristinn.