SB Live! og Windows 2000
Það virðast ætla að vera endalaus vandræði með SB Live! Value kortið á Windows 2000. Ég er að nota SB Live! Value, FourPointSurround hátalara og keyri Windows 2000.<br>Driverarnir sem komur með Windows 2000 voru ónýtir, eins og flestir stoltir eigendur þessa korts ættu að vita - ekkert hljóð kom úr aftari hátölurunum á fína FPS settinu. En Creative brást snarlega við og komu með nýja drivera (aðeins 3 mán eftir win2k var sleppt…). Þeir driverar virkuðu fínt.<br>Núna var ég að dánlóda LiveWare 3.0 eftir að Creative hafði ítrekað spamað mig með auglýsingum. Og hvað gerðist… auðvitað dóu aftari hátalararnir aftur :(<br><br>Eftir mikið streð tókst að fá þá í gang aftur. Til að spara mönnum ómakið við að leita sér að upplýsingum (sem að btw eru ekki á Creative vefnum) þá er það gert svona:<br><br><ul><br><li>Installerar LiveWare 3.0 (ekki bara driver)</li><br><li>Velja 4 speakers í Speaker setup (kemst í það frá Creative Launcer)</li><br><li>Fara í Mixerinn (Windows - ekki Creative), Advanced Properties fyrir Volume Control og taka hakið af boxinu “use 1 input” (minnir mig að það heiti)</li><br></ul><br><br>Vona að þetta hjálpi þeim sem eru með svipaða uppsetningu… Svo er líka hægt að skipta yfir í WinDOS 98 eða ME :)<br><br>/Gaddurr