Spirou Svalsson
Ég mæli með Counterstrike
Sælir AQ félagar. Ég var á lani um helgina og prófaði það í fyrsta sinn counterstrike. Þetta er drulluskemmtilegur campleikur með mörgun skemmtilegum möguleikumm sem sjást ekki í AQ. Fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á AQ væri alveg tilvalið að prufa hann. Ég hef ekki spilað hann á internetinu en er alveg viss um að hann gæti verið spilanlegur þar, þó svo að camp sé mest spennandi ef þú situr beint á móti þeim sem þú ert að campa fyrir. <br>Ég er ekki hættur að spila AQ, langt frá því en eftir einn mánuð af miklu spilerí í sömu helvítis borðunum þá verður maður leiður.<br>Hlutir sem mér finnast skemmtilegir í counterstrike:<br>1. Skjota í gegnum veggin/hluti<br>2. Mörg vöpn<br>3. Myrkur<br>4. Spennan<br>5. Skjota í gegnum gler(extra hert gler í 747<br>Það sem mér finnst leiðinlegt við counterstrike er :<br>1. kaupa vopn<br>2. kaupa aftur og aftur sömu vopnin er tímafrekt<br>3. sloooowwww moving kall<br>4. hittnin á vopnum og vægið á þeim er ekki gott<br>5. Ég hef aldrei náð headshot nema á gísl<br><br>Spirou[Cie]