Lítill drengur fæðist.
Móðirin lítur á drenginn, ekkert virðist vera að honum.
Hann er já með tippi, fingur, lappir og allt heila klappið.
En eitthvað virðist vera að þessum dreng, hann er óvenju ljótur.
Árin líða, drengur er lagður í einelti hvað eftir annað í skóla og hann er á barmi taugaáfalls.
Leiðinlegt, ekki satt?
Hann er að rölta framhjá BT þegar hann sér auglýsingu í glugganum.
Tölvuleikur. Eitthvað sem hann er góður í. Þessi leikur kallast Quake. Fólk á að drepa hvort annað í honum.
Snilld hugsar drengurinn, loksins fær hann að vera karlmennskan uppmáluð án þess að þurfa að að vera raunverulegur karlmaður.
Fljótlega uppgötvar hann að það er til fólk eins og hann í heiminum, jafnvel á íslandi.
Hann fer í Hagkaup með móður sinni og kaupir sér nokkrar köflóttar skyrtur og ákveður að fara á skjálftamót.
Þarna inni finnur hann úldna svitalykt, pizzusneiðar og endalaust magn af Coke. Himnaríki, hugsar hann.
Hér á ég heima. Heimur þeirra óheppnu í fæðingu.
Þeir sem misstu af lífinu og vilja rotna fyrir framan skjáinn.
Loksins hef ég fundið mig, ég er semsagt ekki frík eins og fólk kallaði mig í skólanum.
Hér get ég verið rosalega flottur kauði, fæ mína virðingu fyrir að leika mér eins hinir krakkarnir gerðu þegar þau voru 12 ára.

Útborgunardagur:
Jæja, nýtt þrívíddarkort, eða nýr örgjövi?
Hvað á maður að velja?
Einhver í vinnunni stingur uppá því að ég eigi að kaupa mér kippu af bjór og fara að djamma.
Hvað ætli þessi vitleysingur viti? Hann er bara að sóa lífi sínu í áfengi, skemmtanir og kvenfólk. Jedúddamía.
Hvað myndi nú hún mamma mín segja ef ég færi að djamma og kæmi jafnvel heim eftir klukkan átta á föstudagskvöldi?
Nei þetta er algjör vitleysa.
Ég næli mér bara í virðingu gegnum Quake og með mitt flotta nick mun kvenfólk flykkjast í áttina.
Hvað sem einhver segir þá er Quake ekki barnalegt og ég er ekkert að fá útrás í þessum leik fyrir það að ég sé geðveikt ömurlegur og sorglegur gaur.
Ég þarf ekkert nema tölvuna mína, Quake og Snakk og Coke.
Hverjum er ekki sama um raunverulegt líf?