Hann kemur út í apríl á boxið og margir bíða eflaust spenntir. Ég hef spilað hann á PC svo ég er ekki að gera í buxurnar af spenningi.

En gott er að taka það fram að Xbox útgáfan inniheldur co-op leik sem er spilanlegur gegnum Live (sem er internet-þjónusta Xbox) og verður fróðlegt að sjá það. Búið er að sérgera nokkur borð fyrir þessa hlið leiksins og þetta hljómar nokkuð spennandi.

Síðan verður líka hægt að spila Doom 1 og 2, single player eða í multiplayer inná Live.

Auðvitað verður grafíkin aðeins lélegri en í öflugustu PC tölvunum, en fyrir þá sem eiga miðlungs-tölvur, þá ætti þessi útgáfa að hljóma nokkuð spennandi…
Ég vil líta á mig sem hreinskilinn mann, þannig ef ég særi þig… then it just sucks to be you.