Jæja, nú er loks komið að mínum fyrsta póst á kork - ever :)<br>Málið snýst um “botta” notkun á Íslandi.<br>Skjálftamönnum hefur reynst það erfitt að koma í veg fyrir þessa notkun á serverunum og vil ég halda því fram að bottar hafa líka verið notaðir á Skjálftamóti/um.<br>Ég hef eytt miklum tíma og fjármunum til þess að verða góður AQ spilari og hefur það verið mér mikil skemmtun að taka út “rush-ara” og síðan að komast að “camp-erum” með lagni og þekkingu á borðunum, + heppni, he he.<br>En nú er komið babb í bátinn, loksins þegar ég tel mig vera orðinn “góður spilari” og farinn að njóta leiksins betur, þá<br>er maður skotinn þvílíkt að manni finnst að marr sé orðinn algjér newbie aftur. Jeminn eini - skotinn í gegnum hurðir og veggi, fyrir horn, án þess að miðað sé á mann o.s.frv.<br>Ekki er þetta alls kostar slæmt því að það gerir mann bara að enn betri spilara og hinum að verri spilurum þegar loks verður komist er í veg fyrir notkun þeirra á bottunum.<br>Mér finnst það alvarlegt mál að bottar skuli vera notaðir í clan-mötchum og á mótum Skjálfta. Að nota botta á almennum serverum er minna mál því það er góð æfing fyrir mig. :)<br>Þessu má líkja við STERA notkun íþróttarmanna og öllu sem því fylgir. Allt hefur sínar afleiðingar og til lang-tíma litið þá hafa bottar (STERAR) ávallt neikvæð endalok, því að þegar menn missa bottinn (STERA) þá kemur loks í ljós hversu hæfileikalitlir menn eru.!!!!!<br>Vil ég vinsamlegast biðja ykkur um að nota ekki botta í mötchum og á Skjálftamótum. Þessi mót eru haldin til að komast að því hvaða lið eru með hæfileikaríkustu og best þjálfuðu spilara landsins. Notkun botta (STERA) finnst mér vera “tæki” sem sýnir falska mynd af hæfni þess sem notar það og mjög ranga mynd af því hversu spilarinn er góður.<br>Að lokum vil ég þakka pimpum og öllum AQ spilurum fyrir <br>frábæra skemmtun og áframhaldandi fjöri í framtíðinni.<br>FRAG ON, DUDES.<br>MIKO[ZooM]