Hmm.. lát oss sjá.. hvað er próftímabil langt? Segjum að það sé frá fyrsta próf hjá einum framhaldsskóla til síðasta prófs hjá öðrum framhaldsskóla (nema svo ólíklega sé að þetta sé sami skólinn). Venjulega standa próf í 3-4 vikur í framhaldsskólum og ég hef heyrt próf byrja með næstum 4 vikna skeikun milli skóla. Þetta þýðir að próftímabil allra framhaldsskólanema sé 7-8 vikur. Já, og svo eru náttúrúlega tvisvar próftímabil, haust og vor. Þetta gerir 14-16 vikur á ári sem það eru 100% einhverjir nemar í prófi, og þá er ekki verið að telja með skyndipróf eða próf sem hafa áhrif á lokaeinkun.
Þá eru uþb 36 vikur eftir af árinu sem eru ekki próftímabil. Hvað ætli það taki langan tíma að skipuleggja skjálfta? Ég hef persónulega reynslu af því að halda mót af svipaðri stærðargráðu ef aðeins Q3 hlutinn er talinn með - ekki AQ, CS né UT. Það tók um 8 vikur að fá allt saman - peninga, húsnæði, vélbúnað, rafmagnsdót, borð og stóla o.fl. o.fl. Vissulega eru skjálftamenn komnir með góða reynslu, en ég væri ekki frá því að það tæki svipaðan tíma miðað við að keppt er í miklu meiru en Q3.
Það eru 4 skjálftamót á ári. Það skilur eftir 36 / 4 = 9 vikur til að skipuleggja hvert mót og gefur því mótshöldurum 4 vikur á ári til að slaka á - sem er akkúrat nægur tími fyrir sumarfrí.
Afsakið rambið, en vonandi hef ég gert ljóst að mótshaldarar skjálftamótanna verða einfaldlega að gefa sér leyfi til að kötta inn á próftímabil framhaldsskólanema.