ég er að velta fyrir mér, nú er búið að banna Scope af Huga, og #Quake að mér skilst,, af hverju?

Er það vegna þess að hann böggaðist út í Fluffster?

Það hafa vel flestir hérna lent í rimmum við hann í gegnum tíðina, bæði á huga og á gamla skjálftakorknum, en skjálfti gamli var soldið öðruvísi en hugi, hugi á að vera meira fyrir allskonar fólk með allskonar skoðanir, ekki bara Quakara, en nú er því miður búið að eyðileggja Hugi.is vegna þess að ritskoðun er komin í gang… sem sagt,, þið megið segja allt, nema það sem vefstjórum líkar ekki við.. :(.. sorglegt,,

Menn fá á sig allskonar skítkast, hvort það sé út af litarhætti, stjórnmálaskoðunum, vaxtarlagi eða stafsetningu, það er bara eitt af því sem fylgir málfrelsi, ef menn geta ekki svarað fyrir sig án þess að grípa til ofbeldis, jah, þá er fokið í flest skjól…eitt má þó Scope kallinn eiga,, hann svaraði fyrir sig, oft með skítkasti, en svaraði samt,,

Ég hef haft gaman af Hugi.is, getað rifist við Scope og fleiri, skoðað stórfurðulegar athugsemdir frá hinum og þessum, skipst á skoðunum við heilbrigða einstaklinga sem og mjög svo undarlega persónuleika að mínu áliti, en ég get ekki litið Hugi.is sömu augum núna, því fólk, einstaklingar geta ekki lengur tjáð sig á þessum vef eins og þeim lystir… því miður…

Það má vel vera að ég verði bannaður af Hugi.is og öll stigin mín tekin af mér fyrir að skrifa þessa grein, So be it..
Ég vel mér þá annan vettvang þar sem ég get látið mínar skoðanir í ljós óáreittur, hvort sem þær séu lesendum þóknanlegar eða ekki, og ég vil vita að ég sé að skoða raunverulegar skoðanir fólks á Íslandi, ekki útvaldar skoðanir sem einhverjir aðilar velja úr…

diz kinda sux…