Ég ætlaði nú að láta kjurrt liggja, en þar sem þú kemur með svona rökstutt svar langar mér að svara þér, en ætla að láta það nægja.
1. “En mér langar að vitna í ”disclaimerinn“ á Hugi.is:”
Þetta er ekki disclaimer, heldur FAQ ;-) Burstséð frá því, þá má ekki slá fólk, þótt að ég skrifi það á pappír að það megi, enda eru lög sem gilda yfir alla landsmenn. Þ.á.m. eru Hegningarlög. Kynntu þér þau.
Síminn Internet á þennan “fjölmiðil”. Eins og á öðrum miðlum er efnisttýring sem kemur málfrelsi ekkert við, heldur vinna þau út frá því. Þeir ákvarða alveg sjálfir, eins og allir fjölmiðlar, hvað þeir birta. Þeir brjóta hinsvegar ekki lög, og birta ekki efni sem þeim finnst óviðeigandi. Hvað síðan er óviðeigandi, meta þeir sjálfir. Sama er gert hér. Hvorki þú, né annar hefur neitt um það að segja, nema að það brjóti í bága við lög, þá gera lögin það sem þau eru gerð til.
2. Ég ætla ekki að svar fyrir Kwai, né verja hann enda er ég ekki sammála hans rökfærslu og finnst hún óviðeigandi. Hinsvegar sýnir þú fádæma lélega röksemd þarna og bendlar vefstjóra við. Eins og ég tók fram áðan, ef þú hefur ekki tekið eftir því, þá viljum við einfaldlega ekki hafa svona umræður hérna. Það er okkar að kjósa svo og hefur ekkert að gera með málfrelsi.
3. Þú vísar í 65. gr 14. gr mannréttindasáttmála og síðan 180 gr. hegningarlaga um mismunun. Ég vil byrja á að benda á að þetta hreinlega á ekki við, enda værir þú búinn að komast að þeirri niðurstöðu sjálfur, hefðir þú skoðað lögin betur, og finnst mér satt að segja, að þú skulir nota þetta í rökstuðning hérna, móðgun og vanvirðing við fólk sem er í fangelsi, dáið eða hafa misst alla fjölskyldu sína fyrir að segja opinberlega skoðanir sínar eða hreinlega fyrir að trúa á aðra trú og settur í þrældóm fyrir það.
Hver sem er getur farið hvert sem er að segja skoðanir sínar á íslandi, það þýðir ekki að ég megi mála “negri” á bíl nágrannans og geti síðan verndað mig bakvið mannréttindasáttmála þar sem þetta er mín skoðun, og ef hann leyfir mér ekki að mála meira eða strokar þetta út þá er hann kærður fyrir að skerða málfrelsi.
Ég get ekki farið í bíó og heimtað að þeir sýni mína skoðuna á hvalaveiðum, ég get ekki bankað upp á hjá Stöð 2 sagt þeir væru að mismuna mér og Sigmundi Erni, þar sem mig langaði að segja fréttirnar eins og mér fannst þær, varið mig síðan bakvið það að þótt að ég hafi aðra skoðun, þá ætla þeir ekki að gera það og væru þ.al. að mismuna mér.
Ég get ekki farið til morgunblaðsins og vilja fá að birta grein á forsíðu um að “gyðingarnir voru ekkert drepnir af Hitler, þetta voru fjöldasjálfsmorð” og kært þá síðan fyrir brot á málfrelsi, og heimtað að hún væri birt.
4. “Hvað er Hugi.is annað en opinber samkomustaður eða staður sem er opinn almenningi?”
Ég hef ekki hugmynd hvernig þér datt þetta í hug, en þú ættir að athuga afhverju þessi grein er sett inn. Eins og ég tók fram er þetta fjölmiðill. Þessi miðill er jafn “opin almenningi” og Morgunblaðið og aðrir miðlar, en þér er ekki hleypt inn á skrifstofu ritstjóra bara til að tjá skoðun þína, og ef hann leyfir þér það ekki, þá ætlarðu að kæra hann til mannrétindadómstólana … allavega, ef þú gerir það, láttu mig vita, ég ætla að ná því á myndband ;-)
Það sem ég hef lært af þessu, er, að ef það er ekki almennilegur “disclaimer” þá heldur fólk að allt megi. Ég mun laga það.
Sá reginmisskilningur á orðinu “Málfrelsi”, að það þýðir að þú megir segja hvað sem er hvenær sem er á hverju sem er rangur og réttur. Þú mátt segja hvað sem þú villt um hvað sem þú villt, eins og t.d. öskra “thurs” niðri á Hlemmi, eins lengi og það stangast ekki við hegningarlög, þú mátt hinsvegar ekki skrifa það á bíl nágrannans, nema með hans leyfi, þú mátt ekki skrifa það í DV, nema þeir leyfa, þú mátt ekki tússa það á tölvuskjáinn hjá qeysus án hans leyfis og þú mátt ekki raka það í hnakkan á Davíð Oddsyni án hans leyfis. Ég held þú sjáir það sjálfur, að “Málfrelsi” hefur ekkert með þetta að gera né mismunun, enda er ekki verið að banna neinn á grundvelli “kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna eða annarrar stöðu”.
Ég vona að ég hafi útskýrt þetta nægilega vel. Ég er hinsvegar ekki lögfræðingur né alvitur (ansi nálægt því samt :) ), en þessi mál eru daglegt brauð hjá okkur því miður, og sennilega ekki það síðasta. Við (Síminn Internet) höfum farið í gegnum þessi mál margoft með lögfræðingum okkar, svo þetta er ekki bara “æji gerum þetta og sjáum hvað gerist” …
Þetta eru mín lokaorð um þetta.
Ég ætla ekki að fara að rífast við ykkur um þessi mál, fannst bara allt í lagi að vekja máls á þessu,,
þið talið um að ég geti ekki farið niðrí mogga og heimtað að þeir birti grein eftir mig,, rétt.. og Hugi sé eins,,, rangt.. því ég get birt greinar, skoðanir, níð, brandara og allt hvað eina hér á Huga, það er það sem ég á við þegar ég talaði um “opinberan” stað.. ég get sett inn eitthvað á korkinn og það getur hangið þar þartil vefstjóri sér það og eyðir…þar liggur munurinn á huga og mogganum…
En að ég hafi ekki rétt til málfrelsis, það er einfaldlega rangt… ég get t.d. farið niðrá hlemm með skilti þar sem stendur “Siggi Jóns er fáviti” .. það er ekki hægt að banna mér það, það er mín skoðun og ég hef fullan rétt á að halda henni fram, burtséð frá því hvort Siggi Jóns sé svo hálfviti eða ekki, aftur á móti má ég ekki fara með skilti þar sem stæði “Siggi Jóns Drap Geirfinn”.. nema að ég geti sannað það,, þar er ekki um skoðun mína að ræða, heldur fullyrðing, ég gæti sagt aftur á móti “Ég held að Siggi hafi drepið Geirfinn”.. það er ekkert hægt að segja við því, því það er aftur mín skoðun,,
Það er marg búið að fara í gegnum þessi mál með blaðamenn, þeir hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að halda fram staðhæfingum eða dylgjum sem voru ósannaðar, Ómar Smári er gott dæmi um það þegar hann var á Helgarpóstinum, enda sjáið þið hvað hann fer varlega í dag..
Ef einhver segði við mig “þú er glæpamaður vegna þess að þú ert ljóshærður” þá er hann að fara með dylgjur, en ef hann segir “mér finnst þú vera glæpamannslegur vegna þess að þú ert ljóshærður” þá er hann að láta í ljós skoðun,, þetta tvennt er gjörólíkt.
Ég er sammála að Scope hafi farið langt yfir strikið í skrifum sínum við Fluffa, þetta eru menn sem hafa unnið saman, talað saman ofl gegnum árin, frekar ósmekklegt að mínu áliti, en þessvegna sagði ég í póstinum að ég væri ekki að verja Scope, ég væri bara að fá á hreint þá staðreynd að við getum ekki sagt það sem okkur sýnist, það finnst mér sorglegt… :(
0
En hvað með að ásaka menn um bottanotkun án þess að hafa sönnun? :)
0
Því miður Gulag, þú hefur rangt fyrir þér..
>En að ég hafi ekki rétt til málfrelsis, það er einfaldlega
>rangt… ég get t.d. farið niðrá hlemm með skilti þar sem
>stendur “Siggi Jóns er fáviti” .. það er ekki hægt að banna mér
>það, það er mín skoðun og ég hef fullan rétt á að halda henni
>fram, burtséð frá því hvort Siggi Jóns sé svo hálfviti eða ekki
Þetta er ekki rétt. Siggi Jóns gæti kært þig fyrir meinyrði og það væri unnið mál.
>aftur á móti má ég ekki fara með skilti þar sem stæði “Siggi
>Jóns Drap Geirfinn”.. nema að ég geti sannað það,, þar er ekki
>um skoðun mína að ræða, heldur fullyrðing, ég gæti sagt aftur á
>móti “Ég held að Siggi hafi drepið Geirfinn”.. það er ekkert
>hægt að segja við því, því það er aftur mín skoðun,,
En þetta er sami hluturinn. Það felst meiðing í orðunum “Siggi Jóns er fáviti” alveg á sama hátt og “Siggi Jóns er morðingi”.
Og þú getur ekki sagt “Ég held að Siggi Jóns sé morðingi” nema að hafa eitthvað áþreifanlegt til að bakka það upp, þegar Siggi Jóns kærir þig fyrir meinyrði. Því það að segja “Ég held að S.J. sé morðingi” er meiðandi fyrir hann.
Við viljum búa í frjálsu þjóðfélagi þar sem hver einstaklingur er frjáls til að gera það sem hann vill, án afskipta og án þess að þurfa að spyrja nokkurn mann leyfis. En við hljótum að draga línuna við ofbeldi, við sem samfélag.. og hugi.is er samfélag, Skjálfti innan hugi.is er undirsamfélag þess, líðum ekki ofbeldi. Munum að ofbeldi er hvaðeina sem veldur öðrum skaða. Og í samfélagi sem byggir á texta, er ofbeldi framið með texta.
Frelsi fylgir ábyrgð. Ábyrgð til að haga gjörðum sínum þannig að skaði ekki aðra. Sú ábyrgð að geta borið ábyrgð á sjálfum sér, því í frjálsu samfélagi þar sem menn þurfa ekki að spyrja leyfis, verðum við að gera þá kröfu að fólk sé fært um að bera þá ábyrgð. Þeir sem geta það ekki, geta ekki verið meðlimir í samfélaginu.
kv,
DaXes
0
þett átti reyndar að vera “Mér finnst Siggi Jón vera fáviti”.. smá stabbsedningarvilla…:)
en það er ekki hægt að alhæfa að menn megi ekki halda fram sínum skoðunum, löggjafi Íslands hefur ekki treyst sér til þess í áratugi og það er hæpið að það verði útkljáð hér á Huga, en mér finnst sjálfsagt að koma af stað umræðu um þessi mál,, og það er það sem ég var að gera,,
það hafa oft mál komið fyrir rétt á Íslandi, bæði héraðsdóma og hæstarétt þar sem aðdróttanir, ærumeiðingar ofl koma fram, (ath. ég er ekki að tala um fluff vs scope núna) og oftar en ekki eru þessi mál látin niður falla, eða náð einhverri sátt, það er einfaldlega staðreynd… menn geta/þora? ekki að taka á þessum málum með 100% hörku, og fyrir því eru trilljón ástæður.
Eftir að hafa horft á mjög svo slappan þátt áðan, Eldlínuna, þá fór ég að pæla…
Konan þarna sagði að hún vildi umræðu um kynþáttahatur, en það má ekki segja neitt sem snýst á sveif með kynþáttahatri skv henni sjálfri, hvernig á uppbyggileg umræða að fara fram ef aðeins annar aðilinn má tjá sig um málið? ég bara spyr?
Ég vil sjá skoðanir þjóðernisflokksins á sama borði og annara flokka, ég er ekki með því að segja að ég sé sammála þeim, svipað og ég er ekki sammála kvótastefnu Framsóknarflokksins, en hvar stendur til dæmis Sjálfstæðisfl. og Framsókn í málum innflytjenda? maður heyrir aldrei neitt um það… mega þeir kannski ekki tala um þetta? Af hverju er alltaf skellt skollaeyrum við þegar talað er um vandamál nágrannaþjóða okkar vegna innflytjenda? Ekki reyna að segja að það sé ekki vandamál, ég hef búið í Danmörku og ég veit vel að þetta er stórt vandamál þar,, það hlýtur að vera hægt að ræða þessi mál án þess að maður sé stimplaður einhver Hitlers Rasisti sem vilji drepa alla útlendinga…
Ég þekki fullt af innflytjendum hér á Íslandi, nokkrir eru góðir vinir mínir, ég veit líka að það er hellingur af málum sem þarf að laga varðandi innflytjendur, tungumál, konur sem lenda á slæmum mönnum, spilafíklum, vinnumál ofl.. en það einhvernveginn má ekki tala um þetta,, furðulegt…
0
til að koma í veg fyrir þessi vandamál sem eru í nágrannaþjóðum okkar (sem maður hefur heyrt að séu ýkt), þá er að taka betur á móti þessu fólki, láta það ekki einangrast, hjálpa fólkinu. Það er engin lausn að henda því úr landi.
0
Ég get alveg verið sammála þér í þessu Gulag. Það er líka eitt að segja “mér finnst að stefna okkar í þessum málum vera of frjálslynd og það mætti hefta innflutning á fólki meira en nú er gert” og að segja “helvítis blendingur og japana fáviti”. Ef þú heldur að einhver maður sé verri vegna einhvers kynstofns eða útlits er maður einfaldlega heimskur. Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi. Hins vega finnst mér annað mál að ræða stefnu í innflutningu vinnuafls.
Það má hins vegar ekki gleyma að á íslandi er skortur á vinnuafli. Atvinnuleysisprósentan á íslandi er nánast bara náttúrulegt atvinnuleysi. Það er fólk milli starfa o.s.frv. Það eru aldrei ALLIR með vinnu. Það er skortur á vinnuafli í ýmis störf og til að ísland geti fullnýtt framleiðsugetu sína þá ÞURFA þeir að fá útlenskt vinnuafl. Það hefur ekkert að segja hvort þú sért með mikið af afurðum til vinnslu, það verður að vera nóg af mannskap til að vinna afurðina og íslendinar einfaldlega kæra sig ekki um þessi störf í flestum tilfellum. Eigum við þá bara að minnka framleiðsluna í samræmi? Að sjálfsögðu ekki. Til þess að fullnýta framleiðslugetu okkar er NAUÐSYN að fá inn erlent vinnuafl.
Svo eru hins vegar félagsleg vandamál sem fylgja oft á tíðum miklum innflutningi útlendinga eins og þú minntist á hér áðan. Persónulega myndi ég vilja hafa einhvers konar skilyrði til að fólk fengi leyfi til að koma inn í landið. Mér skilst t.d. að til að komast til bandaríkjanna þarftu að geta tekið próf um bandaríska sögu í stórum dráttum og hafa þekkingu á tungumáli þeirra. Mér fyndist það líka bara lágmarksvirðing við þá þjóð sem ég væri að flytja til, að þekkja þeirra þjóðtungu. Þetta myndi í sjálfu sér líklega draga kjarkinn úr mörgum sem ætla sér að koma hingað. En er það virkilega það sem við viljum? Vera land sem reynir að hefta því að fólk komi inn í landið. Persónulega vill ég geta farið til hvaða lands sem er og unnið þar.
Vá þetta var lengri póstur en það átt að vera. En ekki gleyma að frelsi einstaklingsins má aldrei skerða frelsi næsta manns. Því er ekkert til sem heitir algjört frelsi, það væri anarkismi og þá væri alltaf troðið á rétti einhvers.
0