well, þar sem ég er ekki að þessu fyrir stigin þá ætla ég að svara loom og bigga í einum pósti.
Loom: ég VEIT að mannslíkaminn sé svaka random factor, og ef ég væri með öll mín rök útaf 3 slæmum duel leikjum væri ég ekki að halda þessu fram. En svo er ekki, hefuru hugmynd um hvað ég hef gert margar samanburðar prófanir á þessu ? Til að gefa þér einhverja mynd af því, þá spilaði ég frá 2 allt uppí 8 duel á dag, síðustu einu og hálfu vikuna fyrir skjalfta. Ég spilaði ýmist með pmove 1, og pmove 0, og það kom ALLTAF sama niðurstaðan fram, þ.e. ég hitti verr með pmove 1 en ég gerði með pmove 0. Önnur staðreynd sem mér finnst rétt að komi fram er sú, að ALLIR þeir sem notuðu ekki cl_125hz, og hafa góðar tölvur, fíla engan veginn pmove 1, nefndu mér einn sem fílar pmove 1, og er með gott fps og notaði ekki 125hz. Ef þú vilt fá dæmi um einstaklinga sem fíla ekki pmove 1 get ég tekið nokkra hérna fram, allt alið thc, butch, og cynic. Og eflaust margir fleiri. Ástæðan fyrir því að ég nefni þá er sú að þeir segja ALLIR það sama, þ.e. þetta hefur verulega slæm áhrif á leikinn minn, en þó fyrst og fremst rikkina mína.
Biggi: svaraðu mér þessu, hvort er mikilvægara aim eða hreyfingar? duelum er þetta kanski svona 60%-70% aim, 40%-30% hreyfingar. í teamplay eru % talsvert öðruvísi. Og þetta laggar ekki hjá mér á netinu, bara öllum þeim sem ég þekki sem nota isdn.
Mín nýjustu rök fyrir því að þetta eigi að fara af serverum eru eftirfarandi. Núna undanfarið höfum við verið að senda spilara á 1on1 mót úti, og eru murk að reyna komast á teamplay mót erlendis. Á þesum mótum er pmove 1 ekki leyft. Af því gefnu ætti ekki að leyfa pmove 1 í thurs2k nema bæði lið séu því samþykk. Og af því gefnu ætti ekki (að mínu mati) að hafa pmove 1 á serverum, því leikurinn er öðurívisi með pmove 1, og pmove 0, og það er bara bull að þurfa vera búinn að venjast báðum. Agree ? Eða ertu ósammála því að leikurinn er öðruvísi með pmove 1, en pmove 0 ? Og hví ertu þú að berjast fyrir að hafa pmove 1 ? ´
Að aim gildi fyrir 70% af spilamennsku viðurkenni ég ekki.
Það gerir það kannski ef maður er all aim, en movement skiptir _GÍFURLEGU_ máli (sbr. Butch vs Trix… ?). Það er alkunna að Butch er hittnasti fjandi í þessum heimi, og Trix er ekki jafn hittinn og hann. Trixter aftur á móti er einn þeirra fljótustu í bransanum, og hann rekur sig næstum aldrei í veggi.
Fyrst þú hefur gert svona ítarlegar prófanir á þessu, ætla ég ekki að véfengja þau rök að fólk hitti verr með pmove_fixed 1, en þá er það einungis vegna þess að það er ekki vant því að spila við þessar aðstæður, nákvæmlega eins og við smávægilegar sensitivity breytingar.
Þegar þú segir það man ég eftir lægð sem ég fór í skömmu eftir að 1.27 og pmove_fixed 1 var notað, en ég tengdi það ekki saman á þeirri stundu. Aimið mitt var farið alvarlega niður (rg aim) og var niðri í svona nokkra daga til vikur, en eftir meiri spilun, kom þetta aftur, og ég tel að það sé vegna þess að ég hafi vanist nýjum aðstæðum, og held ég að það sé það sem þið þurfið að gera. Venja ykkur við það, þar sem að meirihlutinn kaus að pmove ætti að vera.
0