Mér tókst loksins að steikja c400 örgjörvan minn og allt gott um það að segja. Ég fer niður í Tæknibæ sem var seinasta búllan sem ég bar eitthvert traust til. Vitir menn. Sölumaðurinn, illa rakaður og ómyndarlegur, vill endilega selja mér c700 og breyti úr slot í pga. Ég tek ágætlega í það enda c700 fremur ódýr. Ég reyndar fæ það staðfest að örrinn keyri örugglega á 100mhz en ekki 66, því ég vissi að Asus móbóið mitt er ekki með neitt gígantískan múltíplæer. Enda 10,5x66=700 en 7x100=700. Sölumaðurinn segir mér að “auðvitað gangi þetta á 100”. Ég er svo vitlaus að trúa honum að ég greiði fyrir vöruna og fer heim.
Þegar heim er komið fæ ég örran ómögulega til virka. Ég er náttúrulega það vitlaus að ég hélt ég hefði steikt móðurborðið en ekki c400 örran. Ég fer niður í Tæknibæ og ætla að ræða við þá, en um það leiti sem ég er að leggja af stað tek ég eftir því að á örranum stendur 66 - 700 - 128. Ég ályktaði = 66mhz braut, 700mhz örri, 128kb cache. Ég fer niður í tæknibæ og spyr sölumanninn, þennan sama illa rakaða, út í málið. Hann segir mér bara að kaupa af þeim nýtt móbó. Og einnig fullvissar hann mig um að örgjörvinn keyri á 100mhz og að upplýsingarnar á örgjörvanum sjálfum séu einfaldlega rangar. Ég var nógu heimskur til að trúa honum. Ég kaupi Abit móbó því ég veit að þau svínvirka.
Öll nóttin fer í það að reyna að fá tölvudraslið til að virka. Hvað í andskotanum gæti verið að, ónóg kæling, ónýtt drasl eða hvað. Svo loks prófa ég að segja henni að örrinn sé 66x10,5. Og bravó vélin fer í gang í góðum fíling. Ég þarf að níðast á Win98 til að fá hana til að þekkja móbóið og allt sem í það var komið og tekur þetta nokkra daga. Í millitíðinni fer ég niður í Tæknibæ og segi loðna dýrinu að hann hafi gefið mér rangar upplýsingar og að það sé ekki nógu gott. Ég reyni að vera eins kurteis og ég mögulega get. Einhver annar sölumaður tók að blanda sér í umræðurnar og kallaði mig rugludall o.s.fv ég verð svolítið reiður og tala til hans með geðvonskutón í röddinni. Sagði svo sem ekkert alvarlegt bara “Ég er að segja þér hvernig þetta er, ekki að spyrja þig” og við það þagnaði hann blessaður.
Loðni Chewy sölumaðurinn sagðist mundi kippa þessu í lag og að ég ætti bara að koma með gamla móðurborðið og þeir myndu taka það upp í. Ég fer til hans með móðurborðið, en gleymi IDE kappli. Auðvitað gat hann ekki tekið við móðurborðinu án IDE kapals, enda er þetta tölvubúð og ekki séns að þeir geti sé af einum slíkum. Ég nennti nú ekki að þrasa um smáatriði og sagðist muna koma með IDE kapal seinna.
Tóku þá við tveggja vikna veikindi. Ég komst því miður ekki með blessaðan IDE kapalinn strax. En að loknum veikindum skutlast ég niðu í TB og hendi í hann kaplinum. Hann verður meira en lítið pirraður og kallar mig glæpamann. Ég verð svoítið hissa og spyr hann hverju það eigi að sæta. Hann segir að ég sé einn af þeim sem reyna að svindla á saklausum tölvufyrirtækjum og bendir mér á að ég hafi komið með eldgamalt ASUS móðurborð en ekki ABIT borðið. Þá minni ég hann á samkomulag okkar en hann vill sko ekkert kannast við það og spyr hvað hann eigi að gera við gamalt móðurborð (ég bendi á að ASUS p2bf móðurborðið er fremur nýstárlegt ef undanskilinn er múltíplæerinn, styður m.a. p3 osfrv) ég segi við hann að auðvitað skipti ég mér ekki af því hvað hann gerir við þær vörur sem hann tekur upp í. Hann útskýrir fyrir mér að hann vilji taka Abit móðurborðið aftur og að ég fái fyrir vikið endurgreiðslu. Þá myndi ég aftur sem áður sitja uppi með ónothæfan örgjörva sem var loginn upp á mig. Og þarna verð ég alveg brjálaður.
Eftir að ég hef öskrað og æpt á sölumannin í smá stund minnist ég allra þeirra tilfella sem ég hef öskrað og æpt á starfsmenn BT, Tölvulistans, Tæknivals osfrv. Og það gagnaðist mér aldrei neitt, gerði bara illt verra. Þannig að ég tek mig saman í andlitinu og geng út. Þegar ég stíg út fatta ég það að Mamma er í neytendasamtökunum og að Tæknibær skuli sko aldeilis fá að finna fyrir því. Ég hringi í Neytendasamtökinn og tala þar við konu sem að sjálfsögðu veit ekkert hvað múltíplæer né megarið eru. En mér tekst að útskýra fyrir henni að mér hafi verið gefnar villandi upplýsingar um vöru. Þ.e. vörulýsingu var logið. Hún útskýrir fyrir mér að það eina sem ég geti gert sé einfaldlega að fara með móðurborðið og örgjörvan og fá endurgreiðslu.
Þannig að núna sit ég uppi með tölvu sem er í stak og þarfnast alvarlegrar forsníðingar. Reyndar á ég tvö ágæt móðurborð, annarsvegar Abit borð sem reynist ágætlega og hins vegar topp notch ASUS p2bf. Ég svona reyni að syrgja ekki það sem liðið er, en ég ætla bara benda þér á lesandi góður að trúa aldrei sölumönnum vegna þess að þeir hafa áskilinn rétt til að segja ekki satt, vegna þess að þeir þurfa enga ábyrgð að taka af því sem þeir segja.
ps Versliði annarstaðar en í Íslenskum tölvuverslunum.
pps Twister, farðu að vinna annarstaðar.