Ég var að fá mér intellimouse og er í vandræðum. Málið er það að þegar ég heyfi músina hratt, fer hún bar hingað og þangað. Ég prufaði hana svo í annari tölvu og hún virkar fínt þar. Skil þetta bara ekki. Hvað getur þetta verið eiginlega?
ef músamottan er hvít eða reflective, þá dugar ekki að nota optical mýs.
Vinur minn á líka opt. mús og hefur slæma reynslu, þegar hann hreyfði hana hratt þá stoppaði örin. Surface var ekki problemið við prófuðum 10 mismunadi músamottur og annað sem surface!
Árs ábyrgð á öllu rafmagnsbóti þ.m.t. tölvum og skyldu dóti farðu með músina til baka, hitt er annað mál hvernig þér gengur að skila og fá nýtt. Það fer algjörlega eftir því hvar þú keyptir músina. T.d. selur BT ekki neitt sem er gallað og Drasllistinn líka.
Hvaða nýji driver mun það vera? Ég er með intellipoint 3.2 pakkann. Ég fékk að prufa aðra mús og hún er alveg eins. Eru þessar mýs svona lélegar eða hvað?
Fáðu þér Everglade músamottu. Það hefur verið vandamál með optical mýsnar þær eiga það til að gera þetta. Ef þú færð þér rétta músamottu(Everglade- hint hint)þá er mjög litlar líkur á að þetta gerist. Ef þú kaupir þér seinna nýja lasermús passaðu að á pakkanum standi “SECOND GENERATION” það á að vera búið að laga þetta.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..