Sælir,
Ástæðan fyrir því að það tók svona langan tíma að starta Thurs.AQ var sú að undirritaður, og fleiri, nenntu hreinlega ekki í fleiri “handfærð” season með löngu hléi á milli seasona til að “Resetta” etc. - Þessvegna var ákveðið að eyða gífurlegum tíma(tíma sem hefði kostað yfir milljón íslenskra króna hefði ég keypt forritarann sem vann kerfið, en þar sem hann er dúlla gaf hann vinnu sína) í stórt kerfi sem væri allt automatiskt, frá skráningu til niðurröðunar í riðla og í umferðarröðun - allt útreiknað sjálfkrafa á innan við sekúndu.
Þegar kerfið var tilbúið byrjuðum við að starta vinsælustu deildunum, Q3 og CS. Þegar það var komið vel í gang og komin góð reynsla á kerfið ákváðum við að stækka við okkur og byrjuðum að tala við AQ og BF fólk sem væri til í að stjórna. Við fundum strax BF mann/menn sem voru til í að keyra þetta af stað og gerðu það frekar fljótt. Við fórum í gegnum nokkra “hópa” af aq admins sem allir stóðu sig vel en höfðu sumir minni tíma en aðrir. Síðasti hópurinn var JB og Haffi og ákváðu þeir að slá endanlega til, og þar með byrjaði Thursinn.Aq! - Þar hafið þið það! ;)
Núna höfum við gert okkar - komið á fót AQ deild og nú er komið að ykkur að standa við stóru orðin - að spila í keppninni. Þeir sem eru að keyra þetta fá engin laun fyrir alla þá vinnu sem þeir leggja í að keyra mótin, og hún er ansi mikil skal ég segja ykkur. Þeirra “reward” er að sjá stærri og sterkari senu, og síðast en ekki síst aktífari senu. Ef við förum að sjá 50% liða droppa úr deild þá skal ég lofa ykkur því að það mun ekki fást fólk til að halda keppnir fyrir ykkur - standið við ykkar hlut.
P.s: Hafið í huga að það eru um 1.100 spilarar skráðir í kerfið, og þessvegna þurfa frekar fáir adminar að þjóna ansi mörgum spilurum - ef fólk kann ekki að meta vinnuna nennir henni enginn ;/
Mbk.
Slay
Yfir-Thurs