Ég er ekki alveg viss hvar ég ætti að pósta þetta, þannig að ég prófa þetta bara hér. Málið er að ég dánlódaði Oni demoið (linkur á hugi.is/skjalfti), prófaði og leist vel á. BTW, þetta var á vél í vinnunni hjá mér (win2k server, voodoo 3 5000), en svo þegar ég prófaði þetta heima hjá mér (win98se, asus geforce) frýs alltaf tölvan, en eftir mislangan tíma. Ég fæ alltaf introið og kemst alltaf í menuið, en alveg sama hvað ég vel, þegar leikurinn startar frýs tölvan áður en ég byrja einu sinni að stjórna kallinum (kellingunni).
Ég prófaði bæði að setja inn upprunalega video driverinn sem fylgdi kortinu og að nota nýjasta detonator driverinn (6.50), en niðurstaðan sú sama. Ég prófaði meira að segja að formatta diskinn og setja win98se upp clean (bara skjádriver settur inn), en samt gerist þetta. Ég prófaði líka að keyra þetta á win2k pro, en sama sagan þar.
Any ideas?<BR