Tribes (Besti First Person Shooter)
Ég er búinn að vera að spila Tribes í tvö á og ekki enþá kominn með leið á honum.<br>Munurinn á þessum leik og til dæmis QUAKE I II III > er að hann gerist ekki inni í einhverju lokuðu rými þar sem maður þarf að hlaupa af stað um leið og maður birtist til þess að grípa eitthvað vopn, áður enn þú hittir einn af mörgum spilurum á mjög littlu svæði.<br>Hann gerist að hluta til innan hús “Homebase” og svo er gríðalegt landsvæði á milli óvina.<br>Þetta er mjög mikill liða leikur þar sem tveir fara í það að búa til varnir með því að setja t.d. Laser Turret, Ion Turret inna hús og Missile Turret fyrir utan og viðeigandi skynjara. Og meðan þeir eru að setja upp varnir þá eru einhverjir á leiðinni upp að óvinastöðinni til þess að reyna að gera þá óvirka áður enn þeir ná að setja upp varnir.<br><br>Það eru Inventory Stations í “Homebase” þar sem þú getur valið hvaða hlutverk þú ætlar að taka þér fyrir hendur.<br>Í MOD sem heitir Renegate Base sem ég spila alltaf þá eru sjö classar, sem eru mjög líkir og voru í “Team Fortress” fyrir Q1 en munurinn er sá að þú getur verið í órafjarlægð frá óvinastöðinni með “inventory station” (Engineer) og langdrægan riffil. <br><br>Einn sem bíður spenntur eftir Tribes 2. <br>Útgáfudagur áætlaður í lok september.