Ég varð vitni að ákaflega áhugaverðum umræðum inni á ctf server rétt áðan.
Umræðurnar snerust um að leikmenn séu í auknum mæli farnir að setja upp linux til að keyra q3 - vegna þess að q3 performar betur á leenux. Í árdaga fylgdist ég eitthvað með þessu en þá var q3 á linux að skila svipuðu fps og powerpoint.
Nú væri gaman að heyra reynslusögur leikmanna sem hafa skipt frá win yfir í linux. Er þetta jafn gott og sumir *hóst*rikki*hóst* halda fram?
- hilsen, Trn