In Quakeland. [True Story]
—————————————————– ————-
Formáli (aðvörun).
Ég sit hérna og mér leiðist, fór því að hugsa um sögu
mína og hvernig ég komst inn í þetta quake samfélag.
Þetta er langt, þetta eru hlutirnir frá mínu sjónarhorni.
Ef þú hefur ekkert að gera og ef þér leiðist,
endilega lestu þetta.Ég ætlaði að senda þetta inn í
nokkrum hlutum þegar ég sá hvað þetta var orðið langt,
en ákvað frekar að senda þetta sem eina grein/sögu og
hafa þetta mín lokaorð hér á Huga.
Þér er velkomið að leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál.
Mér persónulega finnst alltaf gaman að lesa eitthvað eftir
aðra Quakers og skora á ykkur að segja ykkar sögu.
This Story is True :)
————————————————— —————
Saga þessi byrjar 9.Desember 1997, í litlu herbergi á
kjalarnesi. Ungur maður situr fyrir framan nýju 100mhz
Pentium tölvuna sína og installar leikjum.
Í leit af einhverju sniðugu til að spila á þessari hörku/dúndur
vél sinni. Nýbúinn að kaupa sér 14kb modem, en eiginlega
aldrei farið á netið, fann ekkert sniðugt þar hvort sem er.
Aldrei heyrt neitt um irkið, lítið heyrt um leiki sem væri
hægt að spila á netinu. Hafði samt gert nokkrar heiðarlegar
tilraunir til að leita af Proni [Adult efni], ekki hafði það
gengið vel, allt einhverjar Credit Korta síður og bara vesen.
En, gat þó hægri smellt á auglýsingar bannera og valið
“Save picture as..”, þannig að hægt og rólega stækkaði
safnið af dónalegu efni ( Naked Chicks, u yeah !! )…
Klukkan var orðin 00:00 og myrkur úti, það var kalt.
Eins og allir sem búa á Kjalarnesi (kannski betur
þekkt sem Rassgatavík), vita þá er alltaf rok þar.
Nokkrir leikir voru komnir inn á vélina, hver öðrum verri.
En, aldrei hefði honum dottið í hug að eftir nokkra leiki
myndi líf hans breytast. Þarna var eitthvað sem var kallað
Quake 2. “Jæja, best að prufa þetta hugsaði hann” renndi
músar bendlinum rólega í átt af desktop iconinu og
“click” “click” (tvísmellur).
“Uff, svona leikur, hata svona leiki” hugsaði hann, eftir að
smá single player spilun ákvað hann að hætta.
Á leiðinni út rak hann augun í Multiplayer..
“Humm, WhattaFook, er þetta”, “click click” ..
Og þar skeði það og það var enginn leið til baka.
Símareikningar hækka.
Nætur svefn… hvað er það ?
Nýtt hardware til að geta verið með :)
Online vinir.
Alvöru (Ekta) vinir… hvað er það ?
Líf..hvað er það ?
Internetið var orðið hinn nýji heimur fyrir ungan sveitarstrák….
Ekki það að mér hafi fundist QUAKE 2 eitthvað skemmtilegur.
Neih, ég var mest í því að smella á ESC (console) og
tala við aðra, ekki það að þeir hafi verið að tala við mig.
Ég var bara svona Frítt Frag, átti það til að stoppa í miðjum
bardaga bara til að chatta við þann sem var að skjóta mig.
Oft fannst mér það nú dónaskapur að hinir stoppuðu ekki líka,
en seinna meir fattaði ég afhverju fólk var að spila quake 2.
Eitthvað með Fraglimit og vera betri en aðrir.
Vandamálið mitt var kannski að ég notaði ekki mús í langann tíma,
örvatakkar og pageup og pagedown var mín leið að stjórna Quake. :)
Þarna, var ég staddur í Kanada…Neiii, Ekki ég sjálfur,
héldur quake kallinn minn…..
Quake kallinn minn hefur ferðast meira en ég.
En, ég hef upplifað þetta allt með honum.
Það er næstum því svalt….
Tja, það er eiginlega svalt þegar maður er nörd eins og ég.
Pingið í Kanada var hátt, að spila með 400 í ping var erfitt,
en þegar maður notar quake 2 sem spjall forrit,
þá skiptir pingið svosum ekki neinu máli… Tíminn leið og ég fór
í Quake Clan, sem var kallað og heitir víst enþá WarPigs.
Hlaupandi um á serverum í skærgrænu skinni öskrandi “Oink Oink”.
Það sem var öðruvísi erlendis og hérna heima var að við skutum ekki
hvorn annann á FF serverum. Málið var að fá alla {WP} í efstu sætin.
Þar sem allir voru kallaðir eitthvað töff ákvað ég að fá mér Nick,
og valdi nickið Dr.FeelGood{WP}, nafnið var tekiðaf geisladisk með
Motley Crue. Núna var ég kúl……..:)
Og svo frétti ég af íslensku server sem var kallaður “Kjötsmiðjan”,
ég verð að segja að þetta nafn er alger snilld :)
Sá sem sagði mér frá þessum server var hann Spass.
Hann kom líka í {WP}, eftir að hann hafði óvart rekist á
mig á þessum Kanadíska server. Spass kom seinna í MurK.
Nú var leiðinni haldið á íslenskan server (ú yeah)…..
Ekki voru nú margir þar, en oft alveg 5 - 6 manns og einhverjir
gaurar sem voru mikið þarna og kölluðu sig *[hux].
Þetta var eina íslenska klanið og djöfulli langaði mig að komast í það lið.
Alltaf þegar einhver úr [hux] koma á server,
þá byrjaði ég “Hey, má ég Joina ?” , “hey, má ég joina ?” og
“Hey, má ég koma í hux ?”.
Svo einn dag þá var ég að spila/chatta í quake við einhvern gaur
sem kallaði sig Zake[hux] og að sjálfsögðu byrjaði ég að væla
um að komast í þetta [hux] þar sem ég væri bara þokkalega
góður í Quake 2 [já mér fannst ég góður].
Hann sagði mér að koma á IRK……..
“uh, hvað er irk ?” spurði ég, “farðu þangað, sæktu þetta og
komdu hingað” svaraði hann.
Ég fór þangað, sótti þetta og kom þangað, /join #quake2.is
…Whooolaaa….
Allt í einu var ég komin inn á netið og gat talað við marga í einu.
[Margir = 10manns, það voru víst ekki mikið fleiri].
Og allir spiluðu Quake 2, nú var gaman.. Aldrei komst ég samt
í [hux], ég sótti um og fékk eiginlega aldrei neitt svar :)
Þeim hefur örugglega fundist ég of góður eða eitthvað :)….
Alltaf komu fleiri á fleiri sem spiluðu Quake á server og fleiri
klön. Ef ég man rétt þá voru 3 fyrstu klönin [hux],
[@Im] og [MurK], ég er ekki alveg viss með [QNI],
man ekki hvort þeir voru til eða komu aðeins seinna
(skiptir ekki öllu). #quake2.is varð #quake.is
vegna þess að nokkrir voru byrjaðir að hanga á rás sem var kölluð
#quake3.is (þá var ID að byrja á Quake 3), Bjánalegt að stofna rás
fyrir hverja útgáfa af leiknum :)
Ég var enþá í {WP} og “oink oink´aði” sem mofo á servernum,
ég er alveg viss um að fólk hafi haldið að ég væri skrýtinn, humm,
eða !! komist að því að ég væri skrýtinn, það fer eiginlega eftir
því hvernig á það er litið.. :)
Einn dag var ég að spila (hrumph, chatta) þarna þá hitti ég gaur
sem kallaði sig Maverick[@IM]..
Eftir að hafa talað við hann í smástund var ég allt í einu kominn
í [@IM], ég man samt ekki eftir því að hafa sótt um eða beðið um
að fá að joina, [@IM] var svosum ekkert slæmur kostur,
nema að þeir spiluðu bara eitthvað Action Quake,
en, það gerði ég ekki….Þannig að restin kom eiginlega af sjálfum sér..
Á meðan ég var í [@IM] þá fékk ég þann heiður að vera í sama
klani og Hworang (sem sjálfur hefur titlað sig Quake Guð].
*Hworang = Scope = Pressure = Angel = Scope = Strappi (thihi)*
Ég sótti um hjá MurK.
Eftir að hafa kennt 56kb modeminu mínu um hve lítið ég fraggaði og
lofað að fá mér Isdn, komst ég inn. :)
Það voru 5 í MurK þá, ef ég man rétt, og voru það
Xon, Fauti, Daffy, A.Fish og Rammstein.
Með því að komast í MurK kom upp annað vandamál,
nickið mitt var of langt. Dr.FeelGood[MurK] komst ekki fyrir,
Þannig að núna var málið að finna annað nick sem passaði við mig.
Ég hef oft verið rosalega paranoid og ákvað að nota nickið PaRaNoiD[MurK].
Nýtt tímabil hófst. Quake samfélagið fór stækkandi.
Margir voru farnir að spila Quake á íslenskum serverum og fleiri
og fleiri komu á irkið. Ég man þann dag sem ég fékk mitt @ á #Quake2.is. Það var þann dag sem allir duttu út nema ég,
þannig að þegar ég fór út og inn aftur þá fékk ég @, svo þegar hinir komu inn, þá varð Fluffster[hux]eiginlega að leyfa/lofa mér að halda @´inu, þar sem ég neitaði að @ nokkurn mann nema að ég fengi áfram að vera með @ :)
Ég héld að Skjálfti hafi orðið til um þetta leiti.
Ég man ekki hvaða ár það var, en giska á 1998.
Kjötsmiðjan dó og Simnet byrjaði að keyra Quake 2 servera.
Ég hætti hjá Margmiðlun fór til Simnets til að fá betra ping og keypti mér isdn.
Ekki varð ég betri í Quake við það, Ég hef eiginlega aldrei getað neitt í þessum leik. Enda spila ég hann afþví að mér finnst gaman að vera með,Það er svosum gaman að vinna, en maður venst því að tapa og þá skiptir það alltaf minna og minna máli að vinna
já, ég hef verið efstur)..:)
Skjálftamót og Clan Wars (The fun begins).
Það var komin samkeppni í Quake samfélagið og einhver skjálftamót þar sem nördar hitta aðra nörda og spila quake. Ég ákvað að kíkja á þetta og fór á skjálfta mót númer 2 (minnir mig), það var haldið í Landssímahúsinu og þegar ég opnaði dyrnar þar inn þá kom þessi svakalegi óþefur.
Omg, hugsaði ég djöfulli lykta þessir nördar illa, en ákvað þó að fara inn og komst þá að því að klósettið hafði stíflast. Ég fattaði það þegar Enn[hux] kom hlaupandi á móti mér grænn í framan og stökk út um útidyrahurðina.
Ég fór lengra inn og OMG, þarna voru kannski
30 - 50 manns að spila Quake.
Himnaríki fékk nýja meiningu.
Í stað syngjandi engla og hörpu hljóma, fékk ég sveitta, andfúla, úrilla nörda með stíft hár af skít. Ég meina tilhvers að fara í bað, mar verður hvort sem er skítugur aftur. Reyndar hefur þetta versnað með árunum þar sem fleiri og fleiri mæta á mót og að ganga inn í sal með 400 persónum sem allar keppast um að lykta sem mest er hálf ógeðslegt, en í leiðinni frekar vinarlegt :)
[hux] og [6pack] unnu héld ég flest öll mót.
[hux] vann Quake2 og [6pack] vann AQTP.
[Ice] fæddist.
Enginn vissi að þarna var á ferð verðandi stærsta Clan á Íslandi.
Ég héld svei mér þá að helmingur þeirra sem spiluðu
Quake voru í Ice.
Asi[ice], varð einhverskonar Quake pabbi.
Hann var jú elstur og var helvíti duglegur að fá fólk til að joina [ice] og að búa til clan wars. Þó aðalega í CTF og Clan Arena. [Ice] voru ansi sterkir í CTF á tímabili með menn eins og
Einar, Traitor, Asi og fleiri.
MurK reyndi að klóra í bakkann, en gekk ekkert svakalega vel.
Alltaf var verið að kjósa nýja og nýja inn og hafa ótrúlega margir
verið í MurK alveg síðan. Nokkrir hafa samt dottið út, það versta sem skeði fyrir okkur var að, fyrir einn Skjálftan hættu nokkrir í einu.
Tóku sig til og stofnuðu [Aeon]. MurK tapaði þeim skjálfta og [Aeon]unnu flest, enda var [Aeon] eiginlega A lið MurK´s fyrir þennan skjálfta. Ég lendi í veseni með nafnið mitt PaRaNoiD þar sem einvher annar kallaði sig það sama og hafði víst notað þetta nafn í nokkur ár á irk.
Hann bað mig að breyta um nick og það gerði ég.
Ég var lengi með nafnið X-Rate þar sem mér fannst það við hæfi þar
sem ég mátti ekki nota PaRaNoiD, en Fluffster bendi mér á að
X-Rated væri betra. Þannig að ég fór bara að nota það og hef
notað það síðan :)
MurK Action Quake Teamplay.
Ég hef sjálfur bara tekið þátt í 2 skjálftamótum og
skemmt mér rosalega vel. Þar sem ég var alltaf lélegur
í venjulegum quake, fór ég að fikta í Action Quake.
Það gekk eiginlega ótrúlega vel, þar sem fáir notuðu
þessa taktik á sínum tíma. Kevlar og Shotgun voru hlutirnir
sem ég notaði. Oftast náði maður að hoppa á næsta þakk og
læðast aftan að nokkrum sniper lúðum og skjóta þá af þakkinu :)
Ég fékk nokkra MurK´ara til að vera með í MurK AQ liði, og
2 vikum fyrir eitt mótið ákváðum við að æfa smá og
vera með upp á grín. Og eftir æsispennandi leik við PhD
tókst okkur að sigra :)
Þetta var eini skjálftinn sem ég fékk verðlaun fyrir eitthvað.
Við reyndum að verja titilinn næsta skjálfta á eftir
en töpuðum einhverstaðar á leiðinni, enda var ekkert æft fyrir það mót….
Hinn þroskahefti.
Já, það er víst ég. Alveg frá upphafi hef ég bullað í fólki og
haft gaman af :). Á tímabili setti ég upp rugl síðu með bjánalegum
myndum og furðulegum greinum. Þetta vakti mjög misjafna lukku,
sumir urðu mjög fúlir, en aðrir gátu séð kaldhæðnina í þessu.
2 menn stóðu upp úr og voru það Tyl3nol og Scope. Ekki voru
þeir sáttir við þá miklu athygli sem ég sýndi þeim.
Scope hafði samband við simnet og lögreglu og hótaði að kæra mig.
Simnet hafði samband og sagði mér að slökkva á þessari síðu.
Ég átti í löngu samtali í gegnum síma við Scope og ákvað ég
að taka út nokkrar myndir sem voru af honum, en sérstaklega eina
tiltekna mynd af honum þar sem hann hafði verið fake´aður inn á
mynd þar sem maður lá nakinn og kona með Strap-On var sýnileg.
Það fór ekkert á milli mála að þetta var fake, enda notaði ég
aldrei meira en 15min í hverja mynd…
En, þessi tiltekna mynd fór víst í Email á alla sem Scope vann
með og hafði þetta víst valdið honum óþægindum.
Það var eiginlega ekki mér að kenna að hann talaði um strap on í
viðtali sem ég tók við hann, hann bað um þetta :)
Við erum samt alveg sáttir í dag :)
Ég færði síðuna á Quake.is sem Mr.Smith og Merlin voru með,
en hægt og rólega dó síðan, enda var hún í gangi í 1 ár með
ótrúlega mörgum hits á dag..
Ég vil bara taka það fram að aldrei hef ég poppað pillum,
droppað sýru eða sprautað mig í æð á meðan ég hef verið að bulla.
Þetta var allt öl og ekkert nema öl :)
Quake 3.
Svo kom sá dagur að Quake 3 leit dagsins ljós.
Ég hef áður tjáð mig um Quake 3 og hef alltaf sagt að
Quake 3 drap stóran hluta af Quake samfélaginu.
Ekki nenni ég að fara í smá atriði, en djöfulli sakna
ég quake 2 eins og hann var.
10 manns að specca Duel og Smegma að drusla
einhverjum þekktum útlendingum inn á server til að
spila við góða íslenska duel spilara. Ég veit ekki til
þess að þetta hafi nokkurn tíman komið fyrir í Quake 3.
Hugi.
Ég hef líka þá skoðun á huga að hann hafi drepið quake smá.
Áður en hugi kom vorum við á MurK korknum
þar sem ekkert þurfti að samþykkja og allir gátu tjáð sig.
Og sumir gerðu aðeins of mikið af því..
Oft var það Scope vs Simnet, þó aðalega
Scope vs Fluffster. Ég vona að þeir séu sáttir í dag :)
Og svo besti bréf sem nokkurn tíman kom á MurK
korkana og það fyrsta til að vera tekið út, var bréfið frá
Cruxton[PhD] til okkar allra, þar sem við fengum að vita að
við værum allir handrúnkarar. Ég veit ekki hvað hann
notar við þá iðju, en þetta kostaði hann 6 mánaða í bann frá
Skjálfta serverum :)
Quake í dag.
Það er svosum margt í gangi, MurK vinna slatta í Quake og CS.
CA serverinn er oftast fullur. CTF er spilað..
Fólk er meira á Irk en í Quake…..
Ég spila CA smá, en litill metnaður lagður í þá spilun….
But, who cares…. We have fun , don´t we ? :)
Shit, þetta er orðið lengra en ég veit ekki hvað !!….
Ég er hættur þessu :)
Humm, ég eiginlega neita að trúa að nokkur hafi lesið þetta allt
Ég vil þakka þeim sem hafa verið í forsvari fyrir Quake á íslandi
fyrir rosalega mikla þolinmæði og frábært starf.
Þeir eru eiginlega of margir til að telja þá alla upp,
þar að auki myndi ég bara gleyma nokkrum :)
En, þeir sem byrjuðu þetta í mínum huga voru :
Fluffster, Enn og Smegma.
—————————————— ——————
Með þessari grein/sögu hef ég ákveðið að hætta að senda inn greinar á Huga.is.
Mér hefur alltaf fundist gaman að bulla og fá viðbrögð við bulli.
Margir ykkar halda að ég sé þroskaheftur og kannski er ég það :)
Neikvæð viðbrögð eða jákvæð viðbrögð, skiptir mig ekki máli þar sem ég hef alltaf bullað fyrir sjálfan mig.
Þetta er bara orðið þreytt, endurtekningar og ruglið er orðið of mikið. Enda búinn að bulla hérna eða á öðrum Quake tengdum síðum í nokkur ár.
Það er ekki hægt að tala endalaust um Quake :)
gg & gl :)
Takk Fyrir Mig.
X-Rated