[20:54] ([M]Rated) hvernig er það með quake, er þetta alveg að deyja ? skjálfti nýbúinn og ekki ein einasta grein um skjálftan á huga
[20:54] ([M]Rated) hvað er þetta með ykkur ?
[20:54] ([haffeh]) meina..þúst
[20:54] (Fa1thful) hvar er striki :(
[20:54] ([haffeh]) slay
[20:54] ([haffeh]) vantar greinina frá slay
[20:54] ([M]Rated) þetta sýgur…..alveg dautt samfélag

Þegar ég sá þessa kveinstafi á #quake.is rann mér blóðið til skyldunnar og ákvað að hripa örstutt niður endurminningar mínar frá þessum nýliðna skjálfta. Sá þriðji á því Herrans ári 2002.

Q3 menningin má muna fífil sinn fegri. Síðast þegar skjálfti var haldinn í Digranesinu (S2 - 2000) var q3 spilaður í sjálfum íþróttasalnum, en ekki í loftræstiklefanum inn af honum eins og núna. Ef einhver vafi lék enn á því hvort cs væri að leggja undir sig heiminn, og skjálfta með, þá ætti sá vafi að vera horfinn nú. Eftir þriggja daga dvöl í skammarkróknum ættu allar ranghugmyndir quake spilara að heyra sögunni til.

Þrátt fyrir hinar miklu andstæður, góðærið á cs bænum og hallærið í q3 kotinu, varð skjálftahelgin hin ánægjulegasta. Þaulreyndum pimpum tókst enn og aftur að halda mjög vel heppnað mót, og þrátt fyrir fáa þáttakendur var keppnin hörð og spennandi. Fjarvera nokkurra nafntogaðra spilara setti vissulega mark sitt á þetta mót. Aðeins einn úr hinum sigursælu MurK gabblerz mætti til leiks að þessu sinni, en sá hafði fyrir þetta mót keppt til úrslita í tdm á öllum tíu q3 skjálftum sem haldnir höfðu verið fram að þessu, og sigrað í níu af þeim tíu viðureignum. Lið hans, MurK 1/4 gabblers held ég að það hafi verið kallað, varð því að teljast allsigurstranglegt, enda báru þeir sigur úr býtum án teljandi vandræða. Spennan var öllu meiri í ctf þar sem a-sveit MurK veldisins lék til úrslita við illvíga ctf sveit fallen manna. Þessum liðum laust þrisvar saman á mótinu, og voru allir leikir þeirra æsispennandi. Svo fór þó að lokum að MurK sigraði samanlagt og unnu því tvöfalt eins og svo oft áður. Tilhamingju með það.

Þáttakan í einstaklingskeppninni var öllu minni nú en á undanförnum mótum, en keppni þeirra bestu leið lítið fyrir það. Margir æsispennandi leikir voru spilaðir og oft mjótt á mununum. En eins og nafnið gefur til kynna getur aðeins einn staðið uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppni, og það varð að þessu sinni Con, en hann hefur ekki sigrað áður þrátt fyrir að hafa verið í fremstu röð lengi (tilhamingju með það). Því miður gaf netkerfið sig í úrslitaleiknum, og setti það heldur leiðinlegan svip á sigur hans.

Ég fyrir mína parta skemmti mér konunglega þrátt fyrir rokið á móttstað og á stundum óbærilegt nábýli við aq-spilara sem kalla ekki allt ömmu sína. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum anstæðingum mínum og w/o fyrir drengilega og skemmtilega keppni og Primus Motor q3 samfélagsins, Smegma (sumir kalla hann Jolla), fyrir þá völundarsmíð sem þetta 11. q3 mót á vegum Símans var. Cheers.

Það má því að lokum segja, eins og gjarnan er sagt þegar afsaka þarf dræma þáttöku, að það hafi verið fámennt en góðmennt á síðasta skjálfta. Þrátt fyrir smæð heldur quake samfélagið hér heima sínu striki, og ég vona að svo verði áfram enn um sinn. Um leið og ég óska öllum cs spilurum í heitasta helvíti kveð ég bara að þessu sinni.

Með von um að cs deyji fyrir skjálfta 4,
Kveðja

Flóki