Mér fannst vanta smá upplýsingar um fyrirbærið, sérstaklega fyrir þá sem eru vanir AQ2, og vantar e.t.v. upplýsingar um samsvarandi fítusa í Quake 3 vélinni.
Byrjum á byrjuninni. Moddið er speglað á huga, svo þetta eru innanlands download:
<a href="http://static.hugi.is/games/quake3/RQ3/ReactionQuake3-Beta20.zip">RQ3 Zip skrá (win32/linux)</a> - mæli með að þessi sé notuð [ 144.18MB ]
<a href="http://static.hugi.is/games/quake3/RQ3/ReactionQuake3-Beta20_Linux.r un">RQ3 linux installer</a> [ 150.82MB ]
<a href="http://static.hugi.is/games/quake3/RQ3/ReactionQ uake3-Beta20_win32.exe">RQ3 win32 installer</a> - mögulega gölluð skrá, mæli með .zip [ 147.95MB ]
<a href="http://static.hugi.is/games/quake3/RQ3/reaction-b2_mac_installer.bin">RQ3 Mac installer</a> [ 145.55MB ]
Áður en lengra er haldið skal gæta þess að gömul (1.x) uppsetning af RQ3 sé ekki til staðar. 2.0 er ekki uppfærsla, heldur full útgáfa. Eyðið annaðhvort gamla reaction foldernum, eða endurnefnið hann. Þeir sem eru með hreint (eða óuppfært) install af Quake III Arena, þurfa að sækja sér 1.31 Point Releaseið, sem finna má <a href="http://static.hugi.is/games/quake3/pr/“>hér</a> á Huga. Setjið það inn fyrst.
RQ3 beta 2 zip skráin unzippast beint í Quake III Arena möppuna. Séu install forrit notuð, skal fylgja leiðbeiningum á skjá. Nú er moddið uppsett, og bara fínstillingar eftir. Hér er listi yfir leyfð gildi á nokkrum cvars:
r_gamma: 0 - 1.7
r_mapoverbrightbits: 2 - 4
r_fullbright: 0
r_picmip: 0 - 3
r_singleshader: 0
r_drawWorld: 1
r_lockpvs: 0
r_nocurves: 0
r_shownormals: 0
r_showtris: 0
r_znear: 0 - 4
r_lightmap: 0
cg_bobup: 0 - 0.01
cl_maxpackets: 30 - 120
com_maxfps: 40 - 999999
cl_timenudge: 0 - 100
rate: 2500 - 999999
snaps: 20 - 40
Þjónarnir á Skjálfta5 munu sparka þeim sem nota gildi utan þessara marka.
Hér er svo gagnlegur (A)Q2 vs Q3 reference listi, Q2 vinstra megin:
gl_modulate == r_mapoverbrightbits
sky stars/black == r_fastsky 1
hand 0/1,2 == cg_drawgun 0/1
cl_maxfps == com_maxfps
Hafið í huga að / eða \ þarf að vera á undan öllum console skipunum í Quake 3. ALLT annað fer út sem say. Notið TAB oft, og notið hann vel! Hann lýkur sjálfvirkt við skipanir, og bætir skástrikinu auk þess við (autocomplete). Séu fleiri en einn möguleiki til staðar, birtir hann þá alla. Prófið t.d. að skrifa ”cg_RQ3“, og ýta á TAB. You get the idea? :)
Bind
Opendoor, bandage og weapon eru binduð nákvæmlega eins og í AQ2. Reload er bindað með ”bind takki +button5“. Scoreboard er bindað með ”bind takki scores“ - athugið að það er ekki +scores eins og í Q3, enda um toggle að ræða. ”Drop weapon“ og ”drop item“ skýra sig sjálf. Tkok er eins og í AQ2.
Sniperinn virkar mjög svipað og í AQ2, nema að lens skipunin (sem sumir eru vanir) er ekki til staðar. Þess í stað er hægt að fara beint úr zoomi með ”unzoom“ skipuninni. Þetta býður upp á sérlega einföld sniper script. Sem fyrr er rúllað gegnum zoom stigin með ”weapon“ skipuninni. Einnig er hægt að velja á milli sex mismunandi sniper crosshairs með cg_rq3_ssgCrosshair breytunni. Prófið gildin frá 0-5. Það fimmta rokkar! :)
Það er augljóslega um mun fleiri breytur, fítusa og skipanir að ræða, en ég ákvað að stikla bara á því sem líklegast er að vefjist fyrir AQ2 spilurum sem lítið þekkja til Quake 3. Algjörir nýliðar í Quake 3 ættu að auki að renna yfir <a href=”http://www.hugi.is/quake/bigboxes.php?box_id=34159“>Thursahjálpina mína</a> - athugið þó að það sem tengist OSP á ekki við í RQ3. Heildarmanual má finna á www.reactionquake3.com, nánar tiltekið <a href=”http://www.rq3.com/docs/manual2.htm">hér</a>. Þar má finna upplýsingar um radio message, %K, %W samsvaranir, og fleira í þeim dúr. Aðeins grundvallaratriði hér! :)
Munið svo að það gengur ekki að nota skin, hljóð, model, crosshair, eða aðrar breytingar sem eru ekki á servernum, sé hann keyrandi sv_pure 1! Þetta er innbyggt tékk í Q3, sem hannað er til að allir séu að spila sama leik, og sitji við sama borð.
Ég vona að þetta gagnist ykkur, og sjáumst á Skjálfta5! :)
Smegma