Áhrif skjálfta á sálartetrið!
Að undanförnu hef ég átt í gagnlegum skoðanaskiptum við Skjálftspilara og þar hefur margt fróðlegt komið fram. Ég er mikill áhugamaður um notkun tölva og hugbúnaðar tengdum þeim en ég set spurningamerki við ofnotkun þessara tækja. Í spjalli mínu hef ég verið að benda á að annað skiptir máli í lífinu en tölvuleikurinn en mér virðist að sumir séu allhelteknir af t.d. tölvuleiknum Skjálfta. Ég tel og fer ekki ofan af því að það beri að sporn við ofnotkun slíkra forrita og beina notendum inn á aðrar brautir t.d. að fara njóta náttúrinnar. Mér hefur fundist að Skjálftamenn líti á hugleiðingar mínar sem einhverja árás á þá en svo er ekki. Ég er einungis að reyna að koma af stað málefnalegri umræðu það sem kallast gæti leikjafíkn.