Mín skoðun á þessu, en ekki neitt authorative Simnet svar… :)
í BYOC móti finnst mér sjálfsagt að leyfa að átt sé við birtustillingar og slíkt, enda útkoman mjög mismunandi eftir búnaði, reklum og uppsetninu spilara.
Í reglum ætti að forðast matsatriði á borð við “of miklar breytingar”, “of bjart” o.s.frv, heldur _banna hluti eða leyfa_. Quake 2 hefur því miður ekki sv_pure, svo serverinn getur ekki stjórnað hvað er í lagi og hvað ekki. Út frá því finnst mér að breytingar á maps/map textures ættu að vera ALVEG bannaðar, og breytt model ættu að þurfa fyrirfram samþykki.
Lasersights sem geta sést þar sem standard sight sést ekki ætti ekki að leyfa. Nokkrir hlutir geta orsakað þetta; stærð, litur (m.v. óbreytt texture á borðum, vitaskuld) og mögulega fleira. Út frá þeirri grunnreglu að matsatriðum skuli eyða, væri því einfaldast að krefjast þess að lasersight væri óbreytt.
Crosshair breytingar eru frekar meinlausar, enda geta þær varla gefið viðkomandi eitthvað raunverulegt “edge” - meira svona smekksatriði.
Ég vona bara að RQ3 taki fljótlega við AQ hlutanum, og sv_pure verði notað til að stjórna nákvæmlega hvað má og hvað ekki. Þannig myndi serverinn bara hafa eintak af algengum/vinsælum módelum, crosshairs (og slíku), sem p1mpar hefðu lagt blessun sína yfir. Allar breytingar á maps/map textures yrðu ómögulegar, og bannaðar.
Persónulega er ég hlynntur öllum cvar breytingum sem ekki geta flokkast undir exploits. Munurinn er svo til alltaf augljós: tweak vs exploit. Netstillingar sem láta þig hökta = exploit, aukin birta = tweak, betra fps = tweak, hægt að sjá að einhverju leyti gegnum veggi = exploit, o.s.frv.
Þegar boltinn hefur fengið að rúlla svona lengi (menn hafa verið að grúska, skinna, breyta og tweaka frá '98) er ekki svo auðvelt að ætla allt í einu að stöðva hann. Mér finnst þó alveg sjálfsagður hlutur að krefjast þess að maps séu óbreytt; ég viðurkenni að kassarnir hans Crim eru _mjög_ meinlausir, en af hverju ætti að þurfa að leggja dóm á alls konar útgáfur mismunandi leikmanna af hinu og þessu, þegar hægt er að taka fyrir jafnósjálfsagðar breytingar með einni, einfaldri af/á reglu?
Persónulega kysi ég að láta stórherða þessar reglur, en þá með mun lengri fyrirvara en þetta (minnst 2-3 vikur). Ég tek ekki “formlega” afstöðu til þessara tilteknu breytinga, enda ekki verið virkur í AQ samfélaginu í á þriðja ár.
Bottom line: matsatriði eru vond, og torvelda hlutlægni. Ef það þarf að banna sumar breytingar algjörlega til að losna við þau, then so be it! :)