Jæja þá er það loksins að gerast.
HQ staðarnetmót verður á laugardögum ef allt fer vel. Spurningin er bara sú hvort það verði næsta laugardag eða þarnæsta.
Fyrirkomulagið er ennþá það sama.
1000kr inn nema núna verður kanski oppnað fyrr td. kl. 1000 og lokar kl. 2400. 100 MB switch net og allar tengingar í og rafmagn úr loftinu (búnaður upp á 2 millur) Ég er í viðræðum útaf nettengingu út á netið og vonandi að fá 2 MB ljósleiðara tengingu en það kemur í ljós á næstu dögum hvernig tengingu við munum fá.
Sem sagt LAN í Hinu húsinu Pósthússtræti 3-6 væntanlegt Næsta eða þernæsta Laugardag.
16 ára aldurstakmark( því miður leyfir Hitt húsið ekki yngra fólk en það er í lagi að vera á 16da ári. Ef þið eruð yngri og viljið lan mót látið mig þá vita á meili í hvaða skóla þið eruð og hve margir þar hafa áhuga á svona móti. HQHH@hugi.is)
Hlakka til að sjá ykkur.
PS. by the way Smellur og HQ verða mjög líklega með 600+ manna mót í sumar þannig að kjörið er að nýta sér HQ sem æfinga svæði þar sem þið hittið og spilið við heilan helling af spilurum.