Heilt og sælt veri fólkið.
Yngvi heiti ég Einarsson og langar að deila með ykkur einhverjum smá texta. Textasmíði þessi sem hér á eftir kemur mun að því máli koma sem margir eru að hugsa um þessa stundina og er það uppkomandi helgi eða úrslit hinnar íslensku netdeildar Thursins.

Þær upplýsingar sem ég hef heyrt hafa verið á þá leið að öll átta lið fari í einn riðil þar sem allir spili við alla í best out of three formatti. Sé ég ekki betur en þetta bjóði uppá marga góða leiki en rennum aðeins yfir liðin.

MurK - Við mætum með 2 lið og sökum góðs gengis í Eurocup og Skjálftamóta hér heima þá er sigur eini möguleikinn í huganum á mér allavegna ef ég tek mér það leyfi að tala fyrir liðið. Hitt lið MurK, BSÍ, hefur líka lært af þeirri teamplay reynslu sem Gabblers hafa upplifað, olaf búinn að vera þjálfari liðsins lengi og landsliðsmaður í teamplay. Þeir stóðu sig vel í sínum riðli og lentu í 1.-2. sæti með 75 stig ásamt Fallen red því vona ég að þeir taki annað sætið. (ég er ekkert hlutdrægur!! =))

Fallen - Þeir Fallen menn mæta einnig með 2 sterk lið, Fallen Red og Fallen Blue. Fallen Red vann sinn riðil og lentu í 2. sæti á síðasta skjálftamóti en hinsvegar hafa misst einn af sínum aðalmönnum skilst mér, hann blaze. (formerly known as reaper) Þeir hafa þó ennþá landsliðsmanninn anti og svo folann oziaz þannig að þeir mæta sterkir, þó svo ég búist við að Fallen Blue muni standa sig betur en Red vegna fráfalls Blaze úr liðinu hjá þeim. Þeir félagar maxium og kazoom hafa verið að spila teamplay saman næstum því jafn lengi og ég bara man eftir mér en því miður bara alltaf vantað smá uppá.

PhD - Þriðja clanið sem mætir með 2 lið, PhD A sem að er eina liðið á Íslandi í dag svo ég viti af sem að hafi 5 manna borðaskiptan roster, þ.á.m. con og reyni sem eru landsliðsmenn í teamplay og verður spennandi að sjá hvernig það gengur upp hjá þeim um helgina. Svo mætir PhD B sem að kom vel á óvart þetta tímabilið, eina liðið sem vann MurK-gabblers og komist áfram þrátt fyrir efasemdir fólks eins og mín :).

Without – Without hafa ekki verið að sýna fulla krafta sína finnst mér, með 3 landsliðsmenn innanborðs.(Bluecoat hafði reyndar ekki séns að komast í landsliðið sökum þess að vera utanbæjarmaður) Lentu að mig minnir í 4. sæti á skjálfta og ætli maður verði bara ekki að vona þeir hafi lært og mæti sterkari til leiks núna.

Ice – Já hann ási karlinn, enn og aftur tekst honum að byggja upp sterkt ice lið en þó verð ég að segja að ice ásamt PhD-B séu svona the underdogs í þessum úrslitum. Það er bara undir ykkur komið að sjá til þess að ég hafi rangt fyrir mér! :)

Uppúr riðlinum spái ég :

1. sæti – MurK Gabblers.
2. sæti – Fallen blue
3. sæti – MurK BSÍ
4. sæti – W/o whatever

Í undanúrslit býst ég við að MurK komist með bæði sín lið (enn og aftur tek ég það fram, ég er ekkert hlutdrægur!!! =)) ásamt Fallen Blue og W/o Whatever. Býst við að þetta verði svona nokkurn veginn.

Því munu MurK gabblers etja kappi við Whatever og Fallen Blue og MurK BSÍ munu eigast við.

Útúr þessu spái ég MurK gabblers og Fallen Blue í úrslit þar sem að MurK gabblers vinna 3-0.

MurK BSÍ vinna svo W/o whatever í leiknum um 3.-4. sæti.


Spilari mótsins verður tvímælalaust ég, hugsanlega einhver gríðarlegur foli sem mun koma tánum þar sem ég hef hælana. (Enn og aftur, ég er fullkomlega hlutdrægur hérna)

Sjáumst bara um helgina :)

-Butch.


P.S. NEI MÉR LEIÐIST ALDREI Í SKÓLANUM, ALDREI NOKKURN TÍMANN!
Mbk,