Ég tók leik í Q3A í gærkvöldi á Dreamcast. Hmmm og aftur hmmmm, hvað voru Sega menn eiginlega að spá? Í fyrsta lagi er ekki sjéns að spila þetta með joypad. Ef maður ætlar að hitta eitthvað með railgun þá verður maður að vera kjurr og síðan færa pinnan mjög hægt og vona að andstæðingurinn færir sig ekki neitt. Það er samt sem áður impressive að sjá 60fps aldrei droppa heldur að vera alltaf constant sem er mjög impressive. Einnig eru nýju borðin alveg snilld. Þetta er eins og að spila Quake 3 frá byrjun aftur. Mig langaði næstum því að installa Quake 3 aftur á Pésann og byrja að spila. En sú löngun dó fljótlega :) Nei annars maður byrji ekki að spila þetta aftur. Ég komst því miður ekki on-line á DC-inu þar sem ég er ekki með hliðræna línu tengda inn til mín en það eru víst alveg aragrúi af mannskap að keppa í on-line tourney´s á Sega-Net í dag. Bara spurning um hversu skilled sá mannskapur er…
Þarf að prófa þetta betur með keyboard og mús þá er þetta kannski aðeins betra. Graphíkin er virkilega flott og vel díteilað.