Ég byrjaði að spila Quake fyrir um 2 og hálfu ári síðan. Það var ekki endilega leikurinn sjálfur sem heillaði mig heldur meira samfélagið í kringum hann. Þegar einhver sagði Vulkanus við mig datt mér í hug Star Trek, en aðrir (sem spiluðu þennan leik) tóku jafnvel kippi og urðu æstir, fóru að tala um úrslitaleiki við ph0 (halló, sagði ég, það er ekki til sýrustig 0).
Þetta fannst mér alltaf merkilegt.. það voru (og eru enn) til fólk sem hafa náð ákveðinni frægð bara með að spila tölvuleik. Margir vilja meina að Dennis Fong (a.k.a. Thresh) hafi haft lokaorðið um það að Quake væri ekki bara leikur til að spila heima á lani þegar hann vann nokkur mót og fékk Ferrari og um $100.000 í verðlaun.
En vandamálið sem hefur plagað Íslendinga og ekki gert þeim kleift að ná jafn langt og Dennis Fong hefur líklegast verið netsamband okkar við umheiminn, sem hefur þar til nýlega verið vægast sagt hræðilegt. En núna er sagan önnur. Það er komið á “gott” samband við ákveðin lönd og íslenskir spilarar eru ekki lengur bundir við að spila við aðra íslenska spilara.
En er það orðið of seint? Erlendir spilarar hafa fengið “alþjóðlega” þjálfun. Bestu spilarar og lið hafa fengið styrki frá fyrirtækjum í heimalandi sínu til að fara á alþjóðleg mót og hafa sem afleiðing af því náð ákveðnum aga við spilamennsku sína sem vantar algjörlega hér, því, jú, tilhvers að taka Quake alvarlega þegar ekkert er í húfi? Vissulega komum við seint inn í þennan alþjóðlega spilaheim og það er varla að nokkur maður í útlandinu viti af okkur. Reynsluleysi og óundirbúningur hafa hrjáð þá fáu íslensku spilara sem hafa fengið séns á að sýna sér og líkurnar á því að við náum að vekja aðdáun og/eða undrun útlendinga jafnt og Vulkanus og ph0 gerðu hér á klakanum fyrir 2 og hálfu ári síðan virðast ekki miklar.
En undanfarna daga og vikur virðast vera að breyta þessu.
Landslið okkar í Capture The Flag (CTF) eru að gera góða hluti, komnir í 8-liða úrslit á evrópumeistaramóti (<a href="http://leagues.barrysworld.net/euroctf/">http://leagues.barrysworld.net/euroctf/</a>)eftir stórsigur á sænska, norska og rússnesku liðunum. Í sænsku og rússnesku (veit satt að segja ekki með norska) liðunum voru keppendur sem hafa tekið þátt á alþjóðlegum mótum og jafnvel unnið til mikilla verðlauna. Það að við skulum hafa lagt þessi lið segir ýmislegt. Við mætum Svisslendinga næst sem rústuðu sínum riðli og vil ég óska öllum spilurum íslenska landsliðsins góðs gengis.
En svo virðist sem flestir sem spila Quake 3 spili einungis Deathmatch Teamplay (DMTP) og líta ekki einu sinni við CTF. Þó íslendingar gera það gott í CTF mundum við bara vera taldir skrýtnir af útlendingum og ekki ná jafn mikla athygli og ef við sýndum okkur á DMTP sviðinu.
Enter <a href="http://www.murkari.com/“>MurK</a>. Það er vægast sagt augljóst að þeir hafa verið bestir í DMTP hér á landi og tóku t.a.m. mynda félaga mína í fallen með næstum helmings mun í úrslitum á síðasta Skjálfta móti (lofum meiri slag á næsta móti :)). Þeir fengu séns til að spila í 3. móti í EuroCup-mótaröðinni fyrir þó nokkru, en þá var tenging okkar íslendinga ekki nógu góð og þeir þurftu að hætta keppni. Nú stendur yfir 5. mót EuroCup þar sem MurK enn á ný fær tækifæri til að sanna sig, jafn sem okkur íslendinga, þar sem þeir eru eina íslenska liðið.
Þó það hafi ekki allt gengið eftir óskum hjá þeim náðu þeir nýlega sigri á móti þýsk-hollenska liðinu <a href=”http://deegrollers.fragland.net/“>re-Generation</a>, eitt besta liðið í keppninni. Ég mæli með <a href=”http://www.clanbase.com/news_league.php?mid=5648 &lid=516“ target=”_new">úrdráttinn</a> úr leiknum ásamt demoum, sérstaklega þau séð frá Glitch, sem að mínu mati var hetja dagsins. Margir vilja meina að þetta hafi verið heppni hjá MurK að ná svona naumum sigri, en ég vil benda á að í þeim 2 leikjum sem MurK unnu voru þeir á tímabili 20 fröggum undir og það þarf eitthvað meira en heppni til að ná niður slíku forskoti, hvað þá að jafna og svo loks ná sigri. Vel spilað MurK, og gangi ykkur sem allra best á næstkomandi keppnum í mótinu.
Loksins eftir margra ára baráttu íslenskra spilara eru útlendingar að lyfta augbrúnum í átt til Íslands.