Það er rétt hjá þér að það sé litið á tölvur sem strákaleikföng. Enn það er aðallega í leikjabransanum. Stelpur eru alltaf meira og meira að verða virkari í hátækniiðnaði þannig að það þarf engar áhyggjur að hafa af honum. Stelpur eru að verða miklu meira tæknilegra sinnaðar.
Það að það séu ekki gerðir leikir sem eru ætlaðir fyrir stelpur eldri en 6 ára kemur markaðslögmálunum víst við. Það er það dýrt að ráða einhverja sálfræðinga og markaðsfræðinga til þess að finna út hvernig leiki stelpur vilja spila að það svarar ekki kostnaði nema þeir séu vissir um að leikirnir seljist. Plús það að þó að það kæmu út leikir sem meirihluti stelpna fíluðu í botn er ekkert víst að þær myndu spila þá.
Af hverju? Vegna þessa andskotans viðhorfs að tölvur séu bara leikföng fyrir stráka. Það þarf fyrst að eyða peningum í það að breyta þessu viðhorfi. Þá væri hægt að búa til leiki aðallega ætluðum stelpum.
Það hafa náttúrulega verið búnir til þó nokkrir stelpuleikir en því miður hafa flestir verið gerðir af hugsjónarmönnum sem ekki voðalega mikla hæfileika.
Stelpur þið verðið líka að gefa leikjum meira tækifæri. ÞAÐ ERU EKKI KOMNIR LEIKIR SEM LÍTA ÚT ALVEG EINS OG RAUNVERULEIKINN. Leikir eru alltaf að reyna að verða meiri raunverulegri t.d. Deus Ex. Ekki gefast upp þó að leikurinn sé erfiður eða þó að hann hökti. Ekki reyna að spila leiki á þriggja ára gömlum jálkum. Fáið að prófa leikina á almennilegum tölvum. Prófið mismunandi leikjagerðir, skotleiki, ævintýraleiki, rpg og stjórnunarleikir. Og að lokum munið þessi orð: Fiktið og þér munuð læra.