Quake í baði?
Bandaríski sjóherinn hefur þróað leið til að senda tölvupóst neðansjávar, en hingað til hefur það verið erfitt þar sem útvarpsbylgjur leiða ekki vel í vatni. Það var bandaríski kafbáturinn USS Dolphin sem sendi fyrsta tölvupóstinn um 5 kílómetra, tölvupósturinn innihélt myndir og texta. Eina vandamálið er að hingað til hefur ekki náðst meiri hraði en 2.4 Kbps, þannig að það er ekki enn fýsilegur kostur að Quake-a neðansjávar (eða í baði).