PhD var á lani um helgina, sem er sosum ekki í frásögur færandi. En þar sem jólavertíðin var nýafstaðin var þetta prýðilegt tækifæri til að bera saman þau tæki og tól sem mönnum höfðu áskotnast yfir hátíðarnar og bar þar hæst samanburður á nýju optical músunum frá Microsoft og Logitech.
Reyndar er varla hægt að segja að þessar mýs séu nýjar þar sem þær komu á markað í nóvember á síðasta ári. Eins væri réttara að kalla þetta rottur stærðarinnar vegna, því báðar mýsnar sem hér eru til umfjöllunar eru með því stærra sem gerist.
Svo vitnað sé í ódauðleg orð Unnar Steinsson (“Ég hef prófað mörg sjampó um dagana”) get ég óhræddur sagt að ég hafi prófað margar mýs um dagana. Þær mýs sem ég hef fest kaup á gegnum tíðina eru ma. Logitech Mouse Man, Logitech Pilot Mouse, Logitech iFeel Optical, Microsoft Serial Mouse, Microsoft IntelliMouse Explorer 1.0 og svo sú nýjasta Microsoft IntelliMouse Explorer 3.0.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum á sínum tíma þegar ég keypti fyrstu optical músina, sem var IntelliMouse Explorer 1.0. Músin sú samplaði á 1500 riðum sem reyndist alls ekki nægjanlegt fyrir FPS leiki. Hún átti það til að skippa við hraðar hreyfingar, sérstaklega við lágt sensitivity. Það sama gilti um iFeel frá Logitech, sem samplar á svipaðri tíðni. Þessar mýs fóru því fljótlega upp í hillu og ég hélt áfram að nota gömlu góðu Logitech Pilot.
Í síðustu viku festi ég svo kaup á Microsoft Intellimouse Explorer 3.0. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta 3ja kynslóð optical músa frá Microsoft. Helsti munirinn á þessari kynslóð og þeim fyrri er að nú samplar “augað” á 6000 riðum í stað 1500 áður. Munurinn er hreint út sagt ótrúlegur. Þessi mús skippar hreinlega aldrei, sama hversu hratt hún er hreyfð. Þetta er kanski full mikil alhæfing því sjálfsagt gæti einhverjum tekist að láta hana skippa við annarlegar kringumstæður. En hjá mér skippaði hún aldrei allan þann tíma sem lanið stóð yfir og á enn eftir að gera það.
Nokkrir clanfélagarnir höfðu fest kaup á Logitech Dual. Þessi mús er með tvö augu eins og nafnið bendir til sem sampla á 1500 riðum en reyndar með hærri upplausn heldur en Microsoft músin (800 dpi vs. 400 dpi). Eigendurnir báru þessari mús vel söguna þótt einhverjir ættu í vandræðum með að finna mottu sem virkaði vel. Á endanum var það víst Allsop (eða eh. svipað) sem kom einna best út. Eins og Microsoft músin þá trackaði Logi Dual mjög vel og skippaði nánast aldrei.
Verðið á Logi og MS er mjög svipað - eh. í kringum 6000 kall. Eini gallinn sem ég sé er að þar sem mýsnar eru með því stærra sem gerist gætu smáhentir leikmenn átt erfiðara að handleika þær en ella, en lengi má víst illu venjast svo gott þykji.
Svo virðist vera að með þessari kynslóð optical músa séu þær loksins orðnar nothæfar í fps leiki. Microsoft músin er án efa besta mús sem ég hef nokkurntíman spilað með. Þeim gaymerum sem eru að spá í músaruppærslu ráðlegg ég að taka þessar tvær tegundir til vandlegrar athugunar.
- Trini