Skráning í Thursinn.Q3 hefst í kvöld kl: 23:30. Fyrsta umferð hefst mánudaginn 21. janúar, en hver umferð stendur í heila viku, sem er frá mánudegi til sunnudags. Athugið vel breyttar reglur varðandi skipulagningu leiks, ekki er hægt að skipuleggja leik hvenær sem er í vikunni, heldur eru 3 dagar í boði, sitthvorir 3 dagarnir á hvorn riðil. Nánar um það síðar.

Kortalistinn er eftirfarandi: Q3dm6, q3dm14, ospdm5, ospdm6 og *trommur* cpm4.

Við munum notast við fasta leikdaga, eitthvað í þá veru að 3 dagar verði í boði, hvort lið neitar sitthvorum deginum og eftirstendur leiksdagur. Vegna fjölda liða þá verða mismunandi dagar í boði, eftir því í hvorum riðlinum fólk er í, þessvegna viljum við biðja ykkur um að segja ykkar skoðun á því hvaða dag þið viljið út(einn dettur út, 2x3 = 6, :), og hvaða daga þið viljið helst, síðan munum við skipta “góðu” dögunum bróðurlega á milli riðla.

Þar sem að við höfum tekið nýtt skráningarkerfi í notkun er rétt að fara aðeins yfir skráningar ferlið, einnig hafa reglurnar breyst töluvert og viljum við biðja fólk um að lesa þær sérstaklega vel, extra vel kaflann sem heitir “Meðan á leik stendur”.

—————–
Fyrirliði clansins byrjar á því að fara á skráningar síðuna. Hann skráir sig venjulega, með kennitölu og nicki, velur sér password og að lokum slær inn netfangið sitt, sem er mjög mikilvægt að sé rétt.

Eftir það fer hann í “Nýtt klan” reitinn, sem er á sömu síðu, og slær inn nafnið á claninu, nú er ekkert eftir nema að smella á “Skrá” takkan. Nú er clanið og fyrirliði clansins skráður, og hinir meðlimir clansins geta skráð sig í deildina. Í staðinn fyrir að slá inn nafnið á claninu aftur þá velja þeir það einfaldlega í “drop-down” listanum sem er fyrir ofan “nýtt klan” reitinn. Einungis sá sem á að vera clan-captain má skrifa í “Nýtt klan” reitinn.

Þegar skráningu á meðlimum clansins er lokið skráir fyrirliði klansins sig inn og fer í “Breyta Klani”, einungis clan-fyrirliði sér þennan hluta kerfisins. Þar sér hann lista yfir skráða meðlimi klansins, hann fer yfir þann lista og fjarlægir þá úr klaninu sem hafa skráð sig vitlaust, óviljandi eður ei. Ef einhver hefur skráð sig í rangt clan, vinsamlegast látið okkur vita.

Mjög mikilvægt er að klan-fyrirliðinn uppfæri clan-tag liðsins ef að það breytir um clantag, einnig er mjög mikilvægt að spilarar spili með skráð nick og skráð clan-tag.

Clan-tag reitirnir eru tveir, annar fyrir framan nick og hinn fyrir aftan, ef að clanið notar clan tag fyrir aftan nick þá er síðari reiturinn notaður undir clan-tag og öfugt. Þetta er einnig mjög mikilvægt.

Ætlar þitt clan að hafa fleiri en eitt lið í keppninni? LESTU ÞETTA!

Þau klön sem ætla að hafa fleiri en eitt lið verða að tilnefna liðs-fyrirliða, clan-fyrirliði getur einnig verið liðs-fyrirliði, í einu liði. Liðs fyrirliðar skrá sig inn og fara í “Bæta við liði”, þar velja þeir nafn á liðið. Eftir að þeir hafa bætt við liðinu sínu, þá fara þeir í “Breyta liði” hlutann, þar er hægt að breyta nafninu á liðinu og einnig hægt að velja hvaða meðlimir klansins eiga að vera í þessu liði(skráðir meðlimir eru í kassanum hægra megin en liðið er vinstra megin), það er gert með því að smella á nick þeirra sem á að færa í liðið og smella síðan á takkann fyrir neðan hægra boxið, örvartakkann. Þetta er endurtekið þangað til að liðið er fullskipað. Engin takmörk eru á fjölda liða per clan, en að sjálfsögðu verða að vera 4 í hverju liði.

Síðasti hluti skráningar-kerfisins er síðan “Breyta leikmanni”, þar getur fólk breytt nicki, email og lykilorði sínu.
—————–

Ef einhverjar spurningar vakna, talið þá við Slay & Uncas á #thursinn.q3

Hér á eftir koma reglurnar fyrir Thursinn.q3 - Tímabil 2. Ef fólk er óánægt með einhvern hluta þeirra, endilega komið þeim á framfæri og við tökum þær til skoðunnar:

—————–

Deildar skipulag

Hvert lið þarf að spila nákvæmlega eina viðureign(3 kort) í hverri viku(umferð). Liðin skulu athuga leikjaskrána til að sjá hver næsti andstæðingur þeirra er. Hver umferð samanstendur af þremur möppum. Ætíð eru þrjú möp spiluð, sama hvernig hvert og eitt fer. Hvert map er talið sem sigur eða tap í deildinni. Ath: Það er EKKI “best af þremur”. Það eru alltaf spiluð þrjú möp, jafnvel þó að annað liðið vinni öll möppin. Fyrir hvern einstakan sigur á mappi, fær liðið þrjú stig. Fyrir hvert tap á mappi fær liðið eitt stig. Ef lið gefur leikinni og/eða spilar ekki fær það ekkert stig, en sigurliðið fær fullt hús stiga eða níu stig. Þar af leiðir að ef lið vinnur öll þrjú möppin fær það 9 stig, en liðið sem tapar öllum þremur möppunum fær 3 stig. Ef lið gefur leikinn fær sigurliðið 9 stig en þeir sem gáfu leikinn ekkert stig. Ef lið vinnur tvö möp en tapar einu þá fær það lið 7 stig en liðið sem vinnur eitt map og tapar tveimur fær 5 stig. Þetta gerir það að verkum að ÖLL möpp skipta máli, og lið hættir ekki þó að það hafi tapað fyrstu tveimur möppunum.

Leikja fyrirkomulag

Hvert lið skal mæta til leiks með amk. 4 leikmenn. Ef lið nær ekki fullu liði fyrir leik verður það að gefa leikinn. Allir leikir saman standa af þremur kortum. Ath: Það er EKKI “best af þremur”. Það eru alltaf spiluð þrjú möp, jafnvel þó að annað liðið vinni öll möppin. Allir leikir skulu vera 20 mínútur að lengd. Jafntefli eru ómöguleg sökum 5 mínútna framlengingarkerfinu í OSP. Það lið sem hefur flest stig eftir framlengingu (ef til þess þarf) hefur sigrað mappið. Allir leikir skulu vera spilaðir með þessum stillingum: Teamplay Mode, öll vopn, Powerup á, og alla aðrar vanalegar Teamplay Mode stillingar.

Fyrir leik

Tilkynna þarf stjórnanda eða dómara þann tíma sem ákveðinn er með minnst 24klst fyrirvara og einnig þarf að tilkynna þau kort sem liðin velja 24klst fyrir leik. Vegna fjölda liða á þessu tímabili, sem er tvöfaldur fjöldinn sem var á fyrsta tímabilinu, er ekki unnt að láta dómara fylgjast með öllum leikjum. Við munum velja leiki af handahófi og dómarar munu fylgjast með þeim, einnig er hægt að sækja um það að dómari fylgist með leik, og mælum við með því ef að lið eru ekki með reglur á hreinu eða þá að mikilvægur leikur er að fara að spilast. Á síðasta tímabili var heimalið/útilið reglur, en sökum þess að á þessu tímabili spila allir einusinni við alla, en ekki tvisvar einsog síðast, þá er ekkert slíkt fyrirkomulag.
Korta listinn er eftirfarandi: q3dm6, cpm4, q3dm14, ospdm5, ospdm6. Hvort lið neitar einu korti þannig að eftirstanda þrjú kort sem öll verða spiluð. Kortin eru spiluð í þeirri röð sem þau eru talin upp í kortalistanum(q3dm6, cpm4, q3dm14, ospdm5, ospdm6. Þau kort sem liðin neituðu eru tekin úr þessari röð og þá er rétt spilunarröð komin. Hægt er að nálgast aðstoð og dómara á #thursinn.q3.



Meðan á leik stendur

Allra mikilvægasta reglan í Thursinum, er sú að fyrirliðar beggja liða þurfa að taka bæði demo og svokallað condump af síðustu útkomu /scores skipunarinnar(sem kemur sjálfkrafa í lok hvers leiks). Condump virkar þannig að þú einfaldlega skrifar “/condump skráarnafn” í console um leið og umrætt /scores kemur(í lok leiks ath!), sniðugt er t.d að nefna condumpin eftir því í hvaða leik og hvaða kort var spilað, t.d /condump leikur1-q3dm6. Ef að fyrirliðar hafa þetta ekki á 100% hreinu, þá talið við Slay og Uncas sem munu útskýra þetta fyrir ykkur, þetta er lífsnauðsynlegt. Leyfilegt er að skipta inná leikmanni ef leikmaður dettur út, eða þá á milli korta. Ef leikmaður dettur út skal leikurinn stöðvaður með viðeigandi OSP skipun þar til leikmaðurinn tengist aftur eða varamaður kemur í hans stað. Ef ekki reynist hægt að stöðva leikinni skal haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Varamaður ætti alltaf að vera tilbúinn að tengjast leikjaþjóninum eins fljótt og mögulegt er. Ef leikur er farinn í gang er bannað að byrja á honum aftur og enginn leikur er spilaður aftur ef honum er lokið. Allir áhorfendur eru bannaðir á leikjaþjóninum. Einungis dómarar eða stjórnendur Thursins mega fylgjast með leiknum beint af servernum. GTV þjónar verða þó keyrðir til þess að aðrir geti fylgst með gangi mála.

Eftir leik

Fyrirliðar beggja liða skulu taka skjáskot af lokastöðunni, ef að enginn dómari var á leiknum eiga báðir fyrirliðar að koma úrslitum til stjórnenda(Slay & Uncas), á #thursinn.q3 í private msg.

Hvenær skal spila

–Upplýsingar um það á hvaða dögum megi spila koma síðar– Tilkynna þarf admin eða dómara þann tíma sem ákveðinn er með minnst 24klst fyrirvara og einnig þarf að tilkynna þau kort sem liðin velja 24klst fyrir leik. Hver umferð stendur í eina viku, hefst á mánudegi og lýkur á sunnudegi. Fyrsti leyfilegi spilunardagur í umferð er því mánudagur, síðan miðvikudagur og loks sunnudagur. Þau lið sem hafa ekki lokið leikjum sínum á sunnudagskvöld, fá 0 stig fyrir þá umferð.

Forfeit

Lið sem mæta ekki á fyrirfram ákveðnum tíma fá forfeit(0 stig fyrir umferð). Lið sem ná ekki saman liði af skráðum spilurum á réttum tíma fá forfeit(0 stig fyrir umferð). Leikir sem eru ekki spilaðir vegna áhugaleysis beggja liða mun enda í tvöföldu forfeiti(0 stig fyrir umferð).

Leikmenn

Thursinn er opinn öllum spilurum, án tillits til tengingar eða staðsetningu. Allir leikmenn verða að vera skráðir sem leikmenn þess liðs sem þeir ætla að spila með. Ef að leikmenn ætla að skipta um lið eða clan, þarf að líða ein vika frá breytingu þangað til að leikmaðurinn má spila. Leikmenn eru skyldugir til að vera hreinskilnir þegar talað er við stjórnendur og dómara Thursinns. Hver sá leikmaður sem lýgur eða hagræðir sannleikanum verður tafarlaust rekinn úr keppni. Lið þess spilara gæti átt það á hættu að vera einnig rekið úr keppni, eftir því hversu alvarlegt brotið er. Lið eða leikmenn sem eru staðnir að því að vera mjög dónalegir í garð annara leikmanna, liða eða stjórnenda Thursins verða tafarlaust reknir úr keppni. Þjálfarar(Coach) eru leyfðir í Thursinum. Sá sem er þjálfari liðs má hinsvegar ekki fylgjast með leiknum án þess að vera í þar til gerðu “coach mode” þar sem annað býður upp á svindl.

Boð og bönn

Óhóflegt “flood” er bannað, almenn kurteisi skal ríkja á serverum. Hægt er að leggja fram kvörtun til stjórnenda ef að andstæðingar flodduðu svo óhóflega að það truflaði leikinn. Öll svindl eru stranglega bönnuð. Tegundir svindla eru meðal annars: sv_pure hack/crack. Allar breytingar á Quake3.exe. Notkun “Client-Side” botta. Allar breytingar á *.pk3 skrám. Notkun ping maskera. Notkun IP maskers/spoofers. “Client-Side proxies”. Áhorfandi(spectator) sem fylgist með óvinaliði. Notkun spjallforrita(Qirc, Rogerwilco, Battlefield Communicator) er leyfð. Ef þú telur einhvern leikmann svindla í keppnisleik skal hafa samband strax við stjórnendur.

Ef einhver ofantalinna regla er brotin verður viðkomandi spilara eða liði tafarlaust vikið úr keppni og hugsanlega gert ókleift að taka þátt í fleiri deildum og mótum á vegum Thursins. ENGAR undantekningar verða gerðar.
Thursinn áskilur sér rétt til að breyta ofantöldum reglum eftir því sem við á.

—————–