Nú fer loksins að styttast í næsta tímabil Thursins, þó svo að við höfum sagt þetta ansi oft og ekki náð að standa við, þá er virkilega komið að þessu í þetta skiptið! :)
Við munum ekki notast við Clanbase.com kerfið, þar sem að eftir nánari eftirgrennslan reyndist það óþjálla en búist var við. Við munum því hverfa aftur til gömlu daganna og nota lítið breytta útgáfu af gömlu síðunni.
Megin ástæðan fyrir þessari grein er ekki bara að tilkynna um það að deildin hefjist núna í Janúar, heldur einnig fá ykkar skoðun á kortavalinu.
Okkar hugmynd að korta lista er eftirfarandi: pro-q3dm6, q3dm7, q3dm14, ospdm5, ospdm6. Lið geta neitað sitthvoru kortinu þannig að eftirstanda þrjú kort sem spiluð verða, það verður ekki best of 3 heldur ávallt spiluð 3 kort líkt og á síðasta tímabili.
Vill fólk halda í venjurnar og nota gömlu “góðu” kortin, eða vill fólk prufa nýtt og nota þessi nýju kort sem eru að fá góða dóma víða um heim, hafa m.a verið valin í korta-lista næsta tímabils EuroCup, vinsælasta og erfiðasta dmtp deild Evrópu.
Segjið skoðun ykkar núna eða þegið að eilífu!