Eins og sumir vita hef ég verið að hræra í innviðum (Sourcekóða) AQ serversins. Einhver stakk uppá því að ég skjalfesti þær breytingar sem ég hef gert á servernum fyrir mótið so here goes.
Á skjálfta4(.simnet.is) og skjálfta5 höfum við verið að keyra útgáfu af AQ sem kallast “pgbund”. Meðal kosta pgbund eru til dæmis votemap, kick og fleiri skemmtilegir fídusar sem við erum orðin vön. Hinsvegar hafa p1mpz0rar notað original AQ moddinn á mótum því limchasecam (það að festa látna spilara við liðsmenn svo ekki sé hægt að njósna um mótspilara) hefur aldrei verið í lagi í pgbund útgáfunni. Þetta er ég búinn að laga. (Breyting númer eitt)
Síðan breytti ég stigatöflunni þannig að þeir sem eru dauðir geta ekki séð á litnum á nöfnum spilaranna hverjir eru á lífi eða ekki.
Ég slökkti á Ammodrop sökum svindlsins sem hefur verið í gangi undanfarið.
Svo er ég að reyna að búa til nýja rcon skipun sem ég hyggst kalla maprestart, sem myndi gera keppendum kleift að velja mapp til að spila á mótinu og svo geta pimparnir sent á alla serverana maprestart skipun til að byrja leikinn án þess að þurfa að vita hvaða möpp keppendur völdu.
Síðan gerði ég alla sem heita JBravo ódauðlega…. Nei, I wish ;-)
Fleira hef ég ekki breytt í servernum og svona á hann að vera á mótinu. Hann er keyrandi nú þegar á S5:27912 (clanmatch servernum) ef menn vilja kynna sér hann.
Ef ástkærir pimpar vorir geta ákveðið hvaða möpp skuli spilast á S4 mun ég svo setja þau í rotation á S5:27912.