Á síðasta móti sem haldið var í íþróttarhúsnæði Breiðabliks í Kópavogi var vægast sagt ömurleg framkoma starfsfólks íþróttahússins. Þarna var sjoppa á staðnum í anddyri hússins sem í fyrstu seldi vörur á uppsprengdu verði og þegar í ljós kom að fólk var ekkert að kaupa hjá þeim þá lækkuðu þeir verðin. Léleg skipulagning frá upphafi. Pizzurnar sem þarna voru bornar fram voru ávalt volgar eða orðnar ískaldar. Engu máli skipti hvort keypt var ísköld eða sjóðandi heit pizza, verðið var það sama. Kókið var oftar en ekki volgt einnig og kaffið var með því versta sem fyrirfinnst á helstu ríkisstofnunum hér á landi. Starfsfólkið kunni lítið sem ekkert til verka og gerði meira af því að spjalla við hvort annað heldur en að einbeita sér að viðskipavinum er komu. Biðtími var langur og fólk gafst oft á tíðum upp og skipulögðu hópferðir út í sjoppu. Ég veit að ég er ekki einn að máli um þetta fyrirbæri sem var látið viðgangast á þessu móti því að ég frétti að p1mpar hefðu fengið einnig dónalegar móttökur. Til að mynda á laugardeginum eftir að PhD liðið sem ég lék með komst í úrslit þá ákváðum við að panta Skjálftatilboð hjá Dominos sem var hreint út sagt snilld og vil ég þakka þeim sem komu því á fót fyrir. Þar var hægt að fá 2 pizzur með 5 áleggstegundum að eiginvali og 2 lítra af kók á 2000krónur. Ég sló á þráðinn og pantaði mér slíkt tilboð. Stuttu seinna kom pizzasendillinn og hringdi í mig, ég furðaði mig á því hvers vegna hann gekk ekki inn til mín þar sem ég var búinn að lýsa fyrir honum hvar ég sæti í salnum. Þegar ég kem fram í anddyrið þá sé ég að hann stendur við gangstéttarbrúnina. Ég fer að honum og þá segir hann að honum hafi verið bannað stíga fæti inn á lóð Breiðabliks til að gera umbeðin viðskipti við keppendur. Ég átti ekki til orð yfir þessu, ég greiddi manninum fyrir pöntunina og ætlaði að fara aftur inn í hús. Þá kom “litla-ljóta-feita-ljóshærða-flatbrjósta-mellan (þessi sem var skotin í Damien)” og ætlaði að banna mér að fara inn í húsið með pizzuna. Ég sá hvað stefndi í og tók mér krók og gekk með pizzuna inn bakdyramegin. Litla stelpukvikindið ætlaði sko aldeilis ekki að gefast upp og mætti mér þegar ég kom inn bakdyramegin. Hún bannaði mér að koma hérna inn með pizzuna og greip í kassann og pokann með kókinu. Þá var mér nóg boðið og sagði þessu helvítis fávita að drulla sér í burtu og gekk áfram. Ég var orðinn mjög reiður, ég hef aldrei orðið svona reiður á ævinni og langaði mest til að kýla þessa meri. Síðan þegar ég kom að borðinu mínu þá kom hún aftur með einhver strák með sér og sagði að ef ég fengi mér bita af pizzunni þá myndi hún láta henda mér út. Ég sagði bara go ahead! Um leið og ég opnaði pizzukassann þá lokaði hún honum aftur. Þá stóð ég upp og öskraði á melluna að drulla sér í burtu svo að hún fór, snéri sér við og sagðist ætla að koma með fleiri á eftir til að henda mér út. Ég skal segja ykkur eitt kæru lesendur að ég hef aldrei á ævinni upplifað eins mikinn dónaskap eins og starfsmaður Íþróttafélags Breiðabliks sýni mér á þriðja Skjálftamóti Símans Internets. Ég krefst þess að það verði messa yfir starfsfólkinu á næsta móti og það reyni ekki að vera með einhver fasistasora við keppendur.
Ég legg til að yfirmaður Símans Internets, Brynjólfur Bragason sem jafnframt er tengiliður Símans Internets til Breiðabliks ræði þessi mál við sína menn. Ég ætla ekki að kaupa mér neitt í sjoppunni þarna hjá þeim. Ég ætla að koma með mitt dót aðkeypt, ég ætla ekki að kaupa pizzur hjá þeim og mæli með því að aðrir geri það ekki. Fólk fékk ömurlega framkomu frá þessu Breiðabliksfólki sem er hreinlega til skammar. Ummæli mín tengd Breiðabliki munu ávalt vera slæmt. Það mun aldrei neitt geta bætt fyrir þessa framkomu Breiðabliks.
ScOpE oo.