Ek hef ákveðið upp á mitt einsdæmi að minnast örlítið á þann stórkostlega árángur sem einn ónefndur (DRUZLI) Murkari hefur náð í kortagerð sinni.<br>
Minnst tíu spilanleg kort liggja eftir þennan mæta mann og þar af eru þrjú sem hafa náð umtalsverðri athygli hér heima sem og í löndum sem eigi eiga landamæri að Íslandi.<p>
Til að byrja með þá hefur hann átt kort í tveimur planetquake kortapökkum, tveimur LVL pökkum og átt eitt kort í þartilgerðum CPM kortapakka. <br>
Tvö þessara korta hafa náð umtalsverðri spilun erlendis, þá einkum hjá promode aðdáendum og pólverjum. Heil tvö mót hafa verið haldin þar sem kortum hans brá fyrir. Eitt Pólskt innanþjóðarmót sem var alger snilld reyndar, og svo eitt allsvakalega alþjóðlegt mót sem kallaðist CCC og var fullt af alls kyns lýð frá flestum siðmenntuðum löndum sem finnast á nútímalandakortum.<p>
Hinsvegar þá fékk hann sína stærstu rós í hnappagatið í dag þegar OSP 1.0 kom út, en eitt af hans sköpunarverkum var sérvalið í kortapakka þann er með því fylgir (ospdm6, suicide). Þetta er vissulega einn sá almessti heiður sem nokkur kortagerðamaður getur ímyndað sér, sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum. Eflaust hafa færri komið sínum verkum þarna inn en vildu, en okkar maður (Druzli) fékk sitt inn umbeðinn.<p>
Af einhverjum ástæðum sem ég er ekki alveg að skilja þá hafa hans sköpunarverk ekki átt upp á pallborð íslenksra quake spilara ennþá, enda flest gerð út á promode (sem, af ennþá óskiljanlegri ástæðum slær ekki í gegn), en það slær ekki á gæði þeirra, né á þá viðurkenningu sem þau hafa fengið á erlendri grund.<p>
Það er hreinlega stórkostlegt að okkar litla land skuli búa svo vel að eiga kortagerðamann sem öll hin löndin þekkja og hafa spilað…. Þannig að ég legg til að allir kvakkarar fagni því hérmeð með okkur og skáli við Druzla….<p>
Skál!