Nú hefur 125hz verið í gangi í dágóðan tíma, og ég er forvitinn hvernig þetta er að virka fyrir ykkur.
Fyrir þá sem ekki vita hvað þetta er, þá er skipun í osp, sem var sett inn í þarsíðastu útgáfu sem að breytir sampling rate hjá clientinum þannig að hann hreyfir sig sem hann væri með stöðuga 125 ramma á sekúndu. Einkar þægilegt í ljósi frame gaynesssins í quake3 :)
Mín reynsla af þessu er mjög góð. Nú er ég með stöðuga 125 ramma í flestum borðum, en samt fer ég lengra með þessari skipun settri sem 1.
Vissulega finnst mér þetta bæta leikinn á tvennan hátt.
Skemmtilegra movement, og fleiri trickjumps, þó sum verði kannski of auðveld, og þarna finnst mér líka allir vera komnir á tiltölulega jafnan grundvöll (Svo segja þeir allavega).
Það sem ég er hinsvegar að spá er það hvernig þetta er að virka fyrir þá sem EKKI eru með stöðuga 125 FPS…heldur meira í nánd við 60 ramma.
Er betra eða verra fyrir ykkur að spila?
Í ljósi þeirra upplýsinga sem fást vonandi hérna finnst mér að það ætti að leyfa 125hz að halda áfram, eða hætta með þá eftir því hver útkoman er.
Mér finnst ALLS EKKI sanngjant að þeir sem eru með fáa ramma eigi að þjást meira heldur en þeir myndu annars gera án þessarar skipunnar…
loom