Þar sem leiðbeiningar fyrir Quake 4 hafa ekki verið uppfærðar í samræmi við netþjónana nýlega þá datt mér í hug að smella inn smá byrjendaleiðbeiningum. Svona til að koma fólki af stað sem langar að spila q4 á netinu.
Til að spila Quake 4 á Skjálfta þarf eftirfarandi:
-Leikinn sjálfan
-Nýjustu uppfræsluna PR 1.4.2 (http://www.quakeunity.com/file=2482) Þetta er keyrt upp og setur sig nokkurn veginn sjálft upp.
-Nýjustu útgáfu af Q4Max 0.78d (http://q4max.com/news/29/) Þetta er unzippað í Quake 4 möppuna.
-Nýjustu borðin, static er með flest sem þarf: http://static.hugi.is/games/quake4/maps/ og eitt sem er á www.hi.is/~ols1/placebo.zip Kortin eru sett í q4base möppuna í Quake 4. Ath. ef maður er ekki með öll borðin sem serverinn er með þá getur maður ekki tengst honum. Sniðugt er að tengjast þjónum eins og Jolt (http://www.q4.jolt.co.uk/index.php?page=servers.php), en þeir leyfa manni að ná í kort í gegnum leikinn, þannig fær maður nýjustu borðin án fyrirhafnar.
Þegar maður tengist þarf að muna að kveikja á PunkBuster en þar er gert í menu í leiknum sjálfum. Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að kíkja á #quake.is á ircinu og leita svara.
Svo minni ég á Quake4-boðorðin 10
http://www.gamingjunky.com/article/2006/10/24/10-commandments-of-quake-4/1/
Góða skemmtun gott fólk.
supergravity