Jahm, hressum skjalfta lokið, og allar tímaáætlanir stóðust fullkomlega, nema hvað. En ástæðan fyrir þessari grein er sú að þegar ctf keppninni lauk, þaes frá mér séð, þá lauk minni þáttöku á þessum skjalfta. Það var um 23 á laugardagskvöld. Fyrir mér var sáralítill tilgangur til að mæta á sunnudaginn, nema til að specca hina spila, sem og ég gerði.
Mér er því spurn, væri ekki hægt að breyta fyrirkomulaginu þannig, að fólk hefði eikkað að gera á sunnudögum líka? Væri ekki hægt að tryggja það að lið fengu fleiri en einhverja 3 leiki í hverri grein? Horfum á mótið frá ónefndum spilara, sem er í alla staða fínn spilari. Hann lendir í riðli með 2 öðrum duel spilurum, og kemst ekki úr riðlinum, þar með er hans kvöldi lokið, og klukkan er bara rétt hálf 8. Hann mætir svo 11 laugardaginn, og honum til mikillar hamingju var riðladrátturinn þannig, að hann var með 2 mjög sterkum liðum, og 1 einu lélegu liði, í riðli, svo þar fær hann 3 leiki, og lýkur þáttöku sinni um hálf 2 eða 2. Eftir það tekur við bið til 7, eða þar til ctf/aq byrjar. Þar aftur, er hann í 3 liða riðla, þar sem 2 af liðunum eru betri en hans, og hann kemst ekki úr sínum riðli, og þar með lýkur hans þáttöku á skjalfta, klukkan svona hálf 9 á laugardagskvöldi. Í raun enginn sérstakur tilgangur til að mæta á sunnudegi, og hann gæti allt eins pakkað sinni tölvu saman klukkan hálf 9, og verið kominn heim klukkan 9.
Annaðdæmi. Einstaklingur sem hefur ekki áhuga á q3, en hefur áhuga á aqtp. Hann er í ágætlega sterku liði, og byrjar hann þáttöku sína á þessum skjalfta klukkan 7 á laugardagskvöldi. Þar fær hann tækifæri til að spila 2 leiki, og þeir tapa báðum, og gg, þáttöku hans á skjalfta lokið, og hún varði í 1 og hálfan tíma.
Bara svona til að taka það fram, þá voru þetta ekki einhver dæmi, heldur voru þetta fólk sem ég þekki, og lýsing af því hvernig þessi skjalfti var fyrir þá. Er ekki einhverveginn hægt að tryggja það að allir fá fleiri leiki ? Hafa færri brackets leiki og stærri riðla ? Bæta kanski við einhverri keppnisgrein á sunnudaginn, sem fólk gæti tekið þátt í, td. q3ffa? Í raun þurfa þessir hlutir ekki að vera neitt mikið tímafrekari, ef þið skipuleggjið þetta vel, góðu liðin myndu spila jafn marga leiki, jafnvel fleiri, og lélegri liðin myndu fá mun fleiri leiki. Ég meina eftir allt, þá er þetta bara leikur, og fólk kemur á skjalfta til að spila hann….