Það rifjaðist upp fyrir mér i gær þegar ég var að spila á netinu að það sem var mest talað um á “Gamla Korkinum” var hegðun á serverunum. 3ja hvert post var um að þessi hafði látið illa og að svona skyldi ekki gera.

Það kemur æ oftar fyrir að fólk er með stæla á serverunum, disconnectar í miðjum leik og gefur enga skýringu hvers vegna. Það er svo illa fyrir komið að það er ekki lengur hægt að spila einn (1) pick-up CTF leik lengur. Um leið og annað liðið er komið 2-3 cöppum yfir fara flestir í fílu og disconnecta og skemma þannig fyrir öllum hinum 8-11 spilurunum.

gl og gg er þó enn notað óspart og er ekkert slæmt við það.

Mér er farið að finnast það að íslenskir quake spilarar kunni bara ekki að tapa. Þeð er ekki svo slæmt að tapa einum duel eða hvað þá pick-up CTF leik.

eða hvað finnst ykkur…..

^e|alias
Þorsteinn “thrstn” Ólafsson