Ég var að uppfæra AQ þjónana á skjalfta4 og 5 núna rétt áðan með allra nýjustu útgáfu af TNG. Það sem er nýtt í þessari útgáfu er nýr kóði sem velur spawnstaðina fyrir liðin. (Þessi kóði er hugmynd Freud's og við unnum hann saman líka).
Gamli kóðinn var þannig að í byrjun hvers rounds tók serverinn annað hvort liðið af handahófi og valdi spawnpoint handa því.
Svo tók serverinn hitt liðið og valdi því spawnpúnkt eins langt í burtu frá hinu liðinu og hægt var.
Með gamla kóðanum var ekkert því til fyrirstöðu að annað hvort liðið spawnaði alltaf á góðum stað t.d. “toproof” og hitt á vondum stað.
Nýju kóðinn er þannig að í byrjun hvers rounds tekur serverinn team 1 og velur því random spawnpunkt og kannar svo hvort team 1 hafi spawnað þar áður. Ef ekki er spawninu bætt í listann yfir spawn team 1 og roundið byrjar. Ef spawnið hefur verið notað áður er leitað að nýju random spawni. Eftir að spawnpoint hefur fundist fyrir team 1 er fundinn annar fyrir team 2 eins langt í burtu frá team 1 og hægt er (eins og áður).
Þetta þýðir í reynd að liðin geta aldrei spawnað aftur á notuðum spawnpunkti fyrr en allir spawnpunktarnir hafa verið notaðir.
Það er reyndar einn galli á gjöf Njarðar og hann er að systemið hefur ekki hugmynd um hvar spawnpointin eru. t.d. eru tveir spawnpunktar uppá top roof á urban og ekkert því til fyrirstöðu að lið spawni á þeim báðum hvorum eftir hinum.
Ef ekki er mótmælt þeim mun meira mun þessi útgáfa vera notuð á skjálfta og vonandi stuðla að sanngjarnari leikjum :)